Myndir mánaðarins, janúar 2018

26 Myndir mánaðarins Vinsælustu leigumyndirnar Elf er uppáhaldsjólamynd margra en hér fer Will Ferrell á kostum í hlutverki álfsins Buddys sem er reyndar ekki álfur heldur heldur bara að hann sé það. Dag einn ákveða hinir álfarnir á Norðurpólnum að senda Buddy til Bandaríkjanna þar sem hann á um síðir eftir að komast að því hver hans sanni uppruni er. Þriðja myndin í Pixar-seríunni um bílana gerist nokkrum árum eftir atburðina í síðustu mynd. Fyrir utan Leiftur- McQueen endurnýjum við hér kynnin af mörgum karakterum fyrri myndanna um leið og við kynnumst nokkrum nýjum, þar á meðal kraftmiklum keppi- nautum McQueens um titlana! Adam er ósköp venjulegur strákur sem uppgötvar dag einn vísbendingar um hvað orðið hafi af föður hans sem hvarf sporlaust fyrir mörgum árum. Þetta verður til þess að Adam ákveður að fara að leita að honum og kemst þá að því að faðir hans er enginn annar en þjóð- sagnapersónan Stórfótur. Shot Caller er gríðarlega áleitin, áhrifa- mikil og spennandi mynd sem hefur fengið afar góða dóma, en hún segir frá manni einum sem er dæmdur í fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og þarf að grípa til sinna ráða til að lifa af innan veggja múranna. Sú reynsla á eftir að breyta honum og lífi hans til framtíðar. Home Alone er fyrir löngu orðin sígild gamanmynd enda alltaf jafn skemmti- leg. Hér segir frá hinum átta ára Kevin McCallister (Macaulay Culkin) sem er skilinn eftir einn heima og þarf að grípa til sinna ráða þegar tveir óprúttnir inn- brotsþjófar fá augastað á húsinu sem hann býr í. Getur Kevin séð við þeim? Boði er hundastrákur sem ætlað er að gerast fjárgæsluhundur þegar fram líða stundir. En Boði er nokkuð viss um að fjárgæslan sé ekki fyrir hann og þegar útvarp fellur bókstaflega af himnum ofan dag einn og lendir í fangi hans sannfærist hann endanlega um að honum sé ætlað að verða rokkhundur. Glerkastalinn ( TheGlassCastle ) er byggð á æviminningum og samnefndri met- sölubók Jeannette Walls sem kom út í Bandaríkjunum árið 2005 og á Íslandi hjá JPV-útgáfunni árið 2008 í alveg sérlega góðriþýðinguÖnnuMaríuHilmarsdóttur. Þetta er saga af afar sérstakri fjölskyldu sem lifði lífinu á eigin forsendum. Ég man þig er nýjasta mynd Óskars Þórs Axelssonar sem gerði hina hörkugóðu Svarturá leik árið 2012, en hún er byggð á samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðar- dóttur, einni bestu spennusögu íslensks rithöfundar frá upphafi. Ég man þig er einvinsælastamyndársins íkvikmynda- húsum, mynd sem allir ættu að sjá. Hér fááhorfenduraðkynnast forsögunni að einum magnaðasta úrslitaleik sög- unnar sem fram fór á Wimbledon-mót- inu árið 1980 og um leið er skyggnst á bak við tjöldin í lífi beggja keppenda, þeirra Björns Borg og Johns McEnroe, og skoðaðhvaðþeirþurftuað leggjaásigtil að ná upp á toppinn í tennisheiminum. Þegar breskur njósnari er myrtur í Berlín ákveður leyniþjónustan MI6 að senda á vettvang sína bestu konu, hina eitil- hörðu Lorraine sem er langt frá því að vera lamb að leika sér við þótt hún viti svo sem eins og flestir aðrir að starfið muni eflaust verða henni að aldurtila að lokum. Vonandi ekki í dag samt. Þegar þeim Gru og Lucy er sparkað úr starfi og skósveinarnir ákveða að yfir- gefa Gru vegna skorts hans á glæp- samlegu innræti ákveða þau Lucy að gera gott úr öllu og einbeita sér að heimilislífinu og uppeldi fósturdætr- anna. En þá uppgötvar Gru að hann á bróður.Grínogfjörfyrirallafjölskylduna. Kvikmyndin The Dark Tower er byggð á geysivinsælli bókaseríu eftir rithöfund- inn kunna, Stephen King, og segir frá hinni eilífu baráttu á milli góðs og ills. ÞeirIdrisElbaogMatthewMcConaughey leika hér andstæðinga sem eru ekki af þessum heimi en lífið á jörðinni veltur á því að sá betri sigri í átökunum. Diary of a Whimpy Kid -myndirnar hafa notiðmikilla vinsælda allt frá því að fyrsta myndin kom út árið 2010, en þessar bráðskemmtilegu myndir segja frá Heffley-fjölskyldunni sem lendir í alls konar fyndnum aðstæðum þar sem fjöl- skyldumeðlimirnir bregðast við hlutum á annan hátt en flest annað fólk! Lífvörðurinn Michael Bryce er topp- maður í sínu fagi og því er hann fenginn til að vernda líf uppljóstrara sem harð- stjórinn Vladislav Dukhovich vill koma fyrir kattarnef.Vandamálið er að Michael þekkir uppljóstrarann vel því hann hefur reynt að drepa hann tuttugu og sjö sinnum. Grínhasar í sérflokki! Þegar Trölli stal jólunum er sígild saga eftir dr. Seuss sem segir frá ævintýra- veröld í snjókorni. Þar býrTrölli hátt uppi í fjöllunum og lætur það fara í taugarnar á sér að í gamla heimabæ hans skuli ríkja gleði og glaðværð vegna komu jólanna. Hann ákveður því að skemma jólin fyrir bæjarbúum og skemmta sér um leið. Eftir að unnusta Mitch Rapp er myrt í hryðjuverkaárás gengur hann til liðs við bandarísku leyniþjónustuna. Þar nýtur hann leiðsagnar Stans Hurley og áður en langt um líður er komið að fyrsta verk- efninu: Að stöðva dularfullan hryðju- verkamann sem kallast„Draugurinn“ og er með verulega illa áætlun í bígerð. Emoji-myndin er nýjasta teiknimyndin frá Sony og hefur að geyma litríkt, fjörugt og fyndið ævintýri sem öll fjölskyldan getur skemmt sér vel yfir. Sagan er um broskallinn Gene sem býr ásamt aragrúa alls kyns tákna í emoji-borg á milli appanna í símanum. Gene er svokallað„meh“-tákn en hefur litla stjórn á svipbrigðum sínum og hin táknin í borginni eru hrædd um að síminn verði straujaður komist eigandinn að vandamálinu. Hvað getur Gene gert? Íkorninn Surlí og hin dýrin í Eikarbæ hafa haft það gott frá því við hittum þau í samnefndri mynd árið 2014. Nú er tilveru þeirra hins vegar ógnað þegar borgarstjórinn ákveður að ryðja burt almenningsgarðinum sem þau búa í og nota svæðið í staðinn undir skemmti- garð. Hvað geta Surlí og hin dýrin gert? Unlocked er þrælgóð mynd fyrir þá sem vilja spennu, hasar, óvænta atburðarás og fléttur, en leikstjóri hennar er Michael Apted sem á margar góðar myndir að baki. Í aðalhlutverkum er hópur kunnra leikara svo sem Noomi Rapace, Orlando Bloom, Michael Doug- las, Toni Collette og John Malkovich. Spider-Man: Homecoming er þriðja end- urræsingin á sögunum um köngulóar- manninn Peter Parker og hefst þar sem Captain America: Civil War endaði, þ.e. á bardaganum mikla þar sem Spider-Man blandaði sér óvænt í baráttuna. Þetta er bráðfyndin ofurhetjumynd með miklum hasar og kostulegum uppákomum. Spenna / Hasar Ævintýri Teiknimynd Teiknimynd Spenna / Hasar Gamanmynd Teiknimynd Gamanmynd Spenna /Tryllir Teiknimynd Spennumynd Sannsögulegt Gamanmynd Spenna / Hasar Ofurhetjur Spenna / Ævintýri Sannsögulegt Spenna / Hasar Teiknimynd Teiknimynd American Assassin Emoji-myndin Sonur Stórfótar Þegar Trölli stal jólunum Rokkhundurinn Hneturánið 2 Home Alone Ég man þig Bílar 3 The Hitman's Bodyguard Shot Caller The Glass Castle Diary of aWimpy Kid: The Long ... Unlocked Borg vs McEnroe Atomic Blonde Aulinn ég 3 The Dark Tower Spider-Man: Homecoming Elf 1 2 3 5 4 8 7 6 11 10 14 13 17 16 9 12 15 19 18 20

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=