Myndir mánaðarins, janúar 2018

6 Myndir mánaðarins Vatnsberinn 20. jan. - 18. feb. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Vogin 23. sept. - 23. okt. Þú ákveður að sýna fyrirhyggju og kaupa allar jólagjafirnar sem þú ætlar að gefa um næstu jól á út- sölunum í janúar. Býsna snjallt út- spil hjá þér aldrei þessu vant. Við sjáum móta fyrir einhvers kon- ar dekkjum í janúarkortinu þínu að þessu sinni. Gætu verið úr gúmmíi en sennilegra er að þú hafir bara borðað allt of mikið í desember. Eitthvað sem er yfirvofandi er að angra þig þessa dagana og það væri langbest fyrir þig ef til væri eitthvert krem við því. Farðu í apó- tekið og spurðu að minnsta kosti. Árið 2018 verður mjög annasamt hjá þér, sérstaklega fyrir hádegi á þriðjudögum og rétt fyrir fimm á föstudögum. Þú kemur loksins við á Látrabjargi seinni partinn í sumar. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Þú dregur nokkrar ýsur og dreymir að þú sért á leiðinni til Los Angeles að hitta Selenu Gomez en hrekkur svo upp og uppgötvar að síminn er aftur orðinn rafmagnslaus. Steingeitin 22. des. - 19. jan. Þú finnur útbrunnið stjörnuljós á bak við stein í nágrenni vinnunnar og ert að spá í að henda því en hættir við og gefur Einari það í stað- inn. Þú kveikir tvisvar á perunni. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Þú hefur þyngst alveg svakalega að undanförnu sem væri í lagi ef þú værir kjúklingur en gengur ekki ef þú ætlar að nota sömu jólafötin aftur næst. Settu nýtt gat í beltið. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Notaðu árið 2018 til að skipta um skoðanir því þessar sem þú ert með eru fyrir löngu orðnar úreltar. Gerðu eitthvað þér til upplyftingar eins og t.d. að læra senegölsku. Meyjan 23. ágúst - 22. sept. Það lítur út fyrir að janúar verði mjög hagstæður fyrir alla í hrúts- merkinu nema þá sembúa sunnan við Svalbarða. Athugaðu með að fjárfesta í nýjum nælonskyrtum. Fiskarnir 19. feb. - 20. mars Ef þú hefur strengt einhver ára- mótaheit er mikilvægt að þú standir við a.m.k. tvö þeirra fram í mars. Hættu að sjúga svona alltaf upp í nefið. Þú ert ekki ryksuga. Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Reyndu að sjá björtu hliðarnar á tilverunni og þakkaðu a.m.k. fyrir að hafa ekki fæðst sem slorbjalla á Filippseyjum. Þú verður sennilega banani í næsta lífi eða kengúra. Nautið 20. apríl - 20. maí Ekki spenna bogann of hátt á næst- unni því þá lendirðu í því sama og hann Grettir sem braut sinn og átti svo ekki fyrir nýjum því að heim- ildin á visakortinu var útrunnin. Kirk Douglas, sem var ein af stór- stjörnum bandarískra kvikmynda á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og átti að baki 62 ára leikferil þegar hann lék í sinni síðustu mynd árið 2008, þá 92 ára, varð 101 árs 9. desember síðastliðinn. Kirk var þrisvar til- nefndur til Óskarsverðlauna á sínum tíma, árin 1950, 1953 og 1957, en sennilega reis stjarna hans í hæstu hæðir þegar hann lék titilhlutverkið í mynd Stanleys Kubrick, Spartacus , árið 1960. Sú mynd varð á þeim tíma næst dýrasta mynd sem framleidd hafði verið í Hollywood á eftir Ben-Hur , og þótt hún yrði síðan geysivinsæl og hlyti mörg verðlaun, þar á meðal fern Óskarsverðlaun, hefur hún allar götur síðan verið notuð sem skólabókardæmi um hvernig á ekki að framleiða kvikmyndir. En það er önnur og mun lengri saga. Steven Soderbergh fékk ungur að árum mikinn áhuga á kvik- myndagerð og hafði gert margar stuttmyndir upp á eigin spýtur þegar hann fékk sitt fyrsta stóra og launaða verkefni aðeins 22 ára að aldri árið 1985. Það var að taka upp og leikstýra tónleikum með hljómsveitinni Yes sem haldnir voru í Edmonton í Albertaríki Kanada í september það ár og nefndust eftir nýjustu plötu sveitarinnar, 90125. Útkoman, rokkheimildarmyndin Yes: 9012 Live , hlaut gríðarlega góðar viðtökur og var af mörgum útnefnd besta tónleikamynd sem gerð hafði verið. Þetta opnaði dyrnar fyrir Stev- en til að gera stuttmyndina Winston sem síðan varð að myndinni Sex, Lies, and Video- tape , en hún hlaut mikið lof og mörg al- þjóðleg verðlaun, þar á meðal Gullpálmann í Cannes (sjá mynd) og tilnefningar til Golden Globe-, BAFTA- og Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins 1989 auk fjölda annarra viðurkenninga. Judi Dench, sem varð 83 ára 9. desember (já hún á sama afmælisdag og Kirk Douglas) hóf leikferil sinn í breskum leik- húsum ung að aldri og var fyrir löngu orðin að eftirlæti enskra leiklistaraðdáenda áður en hún sló í gegn utan landsteinanna. Hér á landi varð hún fyrst þekkt þegar Ríkissjónvarpið hóf sýningar á gamanþáttunum A Fine Rom- ance árið 1982 en í þeim lék Judi á móti eiginmanni sínum, Michael Williams sem hún hafði gifst árið 1977. Þættirnir voru um sambýlisfólkið Lauru og Mike sem þrátt fyrir að elda stöðugt saman grátt silfur fundu alltaf samhljóm sín á milli sem hélt þeim saman. Þessir þættir voru á dagskrá í fjögur ár, nutu mikilla vinsælda og öfluðu Judi margra aðdáenda sem hafa haldið upp á hana síðan. Colin Firth er fæddur í septem- ber árið 1960 og fékk leiklistar- bakteríuna strax í leikskóla þegar hann lék í jólaleikriti skólans. Eftir grunnskóla stundaði hann síðan nám í Drama Center-leik- listarskólanum í London og þar var hann „uppgötvaður“ þegar hann þótti fara á kostum í Hamlet á lokaárinu. Hann fékk því strax vinnu eftir að hafa lokið námi og á níunda áratugnum lék hann ýmis hlutverk, bæði á sviði og í sjónvarpsmyndum, sem öfluðu honum bæði vinsælda og virðingar innan breska leiklistar- samfélagsins. Stóra bíómynda- tækifærið kom svo árið 1989 þegar Milos Forman réð hann í titilhlutverk myndarinnar Val- mont þar sem Colin lék hinn óprúttna Valmont greifa sem veðjaði við Merteuil að hann gæti dregið hina heiðvirðu og giftu Madame de Tourvel á tálar og til lags við sig. Það tókst í tvennum skilningi því Colin og Meg Tilly sem lék de Tourvel lifðu sig svo vel inn í hlutverkin að þau byrjuðu saman á meðan á tökum myndarinnar stóð og eignuðust síðan saman soninn William Joseph Firth tíu mánuðum eftir frumsýningu myndarinnar. Kirk Douglas og Stanley Kubrick

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=