Myndir mánaðarins - febrúar 2018 - Bíó
28 Myndir mánaðarins Phantom Thread Suma hluti sér augað aldrei Aðalhlutverk: Daniel Day-Lewis, Vicky Krieps, Lesley Manville, Richard Graham, Camilla Rutherford, Harriet Sansom Harris, Brian Gleeson og Julia Davis Leikstjórn: Paul Thomas Anderson Bíó: Laugarásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri 130 mín Lincoln. Frumsýnd 23. febrúar l Phantom Thread hefur hlotið einróma lof allra sem séð hafa og er með 9,0 í meðaleinkunn á Metacritic frá 48 gagnrýnendum . Hún er með 8,5 í meðaleinkunn á Imdb frá 5.696 almennum notendum. l Myndin var tilnefnd til tvennra Golden Globe-verðlauna og er nú tilnefnd til fernra BAFTA-verðlauna og sex Óskarsverðlauna, fyrir besta leik í aðalhlutverki karla, besta leik í aukahlutverki kvenna, fyrir leikstjórn, tónlist og búninga og sem besta mynd ársins. Phantom Thread er nýjasta mynd leikstjórans og handritshöf- undarins Paul Thomas Anderson og þykir meistaraverk út í gegn, óaðfinnanlega sviðsett og leikinogmeð sögu semáhorf- endur gleyma seint eða aldrei. Þetta er tvímælalaust ein þeirra mynda sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af í bíó. Phantom Thread gerist í London í kringum 1960 þar sem við kynn- umst klæðskeranum Reynolds Woodcock sem hefur sérhæft sig í viðskiptum við hástéttina í borginni og gengið vel. Reynolds er einstaklega agaður maður og formfastur sem fylgir sömu daglegu rútínunni út í æsar og hefur engan áhuga á að breyta henni hið minnsta. Dag einn, eftir vel heppnuð viðskipti, ákveður hann þó að fara á matsölustað utan borgarinnar og þar vekur athygli hans ung þjónustustúlka og ekki líður á löngu uns þau eru orðin par. Um leið má segja að rútínu Reynolds sé ógnað í fyrsta sinn og spurningin er: Verður það til góðs fyrir hann eða verður það honum til tjóns? Daniel Day-Lewis leikur klæðskerann Reynolds Woodcock sem komið hefur ár sinni vel fyrir borð á meðal hástéttarinnar í Bretlandi, enda agaður og nákvæmur, en á líka við ákveðna fortíðardrauga að etja. Þegar hinn formfasti Reynolds hittir unga þjónustustúlku, Ölmu, og verður ástfanginn af henni, breytist líf hans til frambúðar. Phantom Thread Lesley Manville leikur systur Reynolds klæðskera og er eins og Daniel Day-Lewis tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína. Drama / Rómantík Punktar .................................................... Veistu svarið? Eins og kvikmyndaáhugafólk veit gaf Daniel Day- Lewis út þá yfirlýsingu á síðasta ári að Phantom Thread yrði síðasta myndin sem hann léki í. Við vonum að svo fari ekki, en ef hann stendur við þetta ... hver er þá næst síðasta myndin sem hann lék í? HHHHH - Chicago Sun-Times HHHHH - New York Times HHHHH - Los Angeles Times HHHHH - RogerEbert.com HHHHH - Time Out HHHHH - Screen International HHHHH - Hollywood Reporter HHHHH - Telegraph HHHHH - The Guardian HHHHH - Indiewire
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=