Myndir mánaðarins - febrúar 2018 - Bíó
29 Myndir mánaðarins Game Night Lífshættulegur leikur Aðalhlutverk: Jason Bateman, Rachel McAdams, Jesse Plemons, Billy Magnussen, Kyle Chandler, Sharon Horgan, Kylie Bunbury, Joshua Mikel og Lamorne Morris Leikstjórn: John Francis Daley og Jonathan Goldstein Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Smárabíó, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó, Eyjabíó og Bíóhöllin Akranesi Húsið á sléttunni (Little House on the Prairie). Frumsýnd 23. febrúar l Jason Bateman er sjálfur aðalframleiðandi myndarinnar og sá sem á mesta heiðurinn af því að í gerð hennar var ráðist. l Þetta er í annað sinn semþau Jason Bateman og Rachel McAdams leika saman í mynd en það gerðu þau einnig árið 2009 í spennu- myndinni State of Play . Hins vegar er þetta í þriðja sinn sem Jason vinnur með leikstjórunum John Francis Daley og Jonathan Gold- stein því hann lék eins og flestir ættu að muna í Horrible Bosses - myndunum sem þeir John og Jonathan skrifuðu handritin að. Þrenn hjón semhafa komið sér upp þeirri venju að hittast viku- lega og spila leiki fá um nóg að hugsa þegar nýr og spennandi morðleikur er kynntur fyrir þeim og gengur út á að safna vís- bendingum sem geta leitt til þess að sökudólgurinn finnist. Það kemur auðvitað brátt í ljós að í raun er þetta enginn leikur! Game Night er lauflétt gamanmynd og dálítið svört kómedía í anda mynda eins og Horrible Bosses - og Hangover -myndanna. Þau Jason Bateman og Rachel McAdams leika hjónin Max og Annie sem vita fátt skemmtilegra en hin svokölluðu leikjakvöld sem þau halda vikulega ásamt tvennum vinahjónum sínumog ganga út á að spila eitthvert spil eða fara í einhvern leik saman. Eitt kvöldið fá þau tilboð um að taka þátt í nýjum leik og þar með hefst fyndin og fjörug atburðarás ... en einnig lífshættuleg fyrir þau öll. Hjónin Annie og Max eru eins og félagar þeirra mjög spennt í fyrstu að fá að taka þátt í þessum skemmtilega leik og byrja strax að safna vísbendingum sem gætu leitt til lausnar á gátunni. Þetta eru félagarnir og leikstjórar myndarinnar, John Francis Daley og Jonathan Goldstein, en þeir eiga m.a. að baki handrit myndanna Horrible Bosses 1 og 2 , Cloudy with a Chance of Meatballs 2 , Vacation og Spider-Man Homecoming . Game Night er önnur myndin sem þeir leikstýra sjálfir en sú fyrri var Vacation sem var frumsýnd 2015. Game Night Það líður ekki á löngu uns það byrjar að renna tvær grímur á þátt- takendurna í leiknum enda reynist hann erfiðari en þau ætluðu. Gamanmynd Punktar .................................................... Veistu svarið? Jason Bateman á langan feril að baki sem leikari en hann var aðeins ellefu ára þegar hann hóf að leika í frægum sjónvarpsþáttum sem m.a. nutu mikilla vinsælda hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. Hvaða þekktu sjónvarpsþættir voru það? Aldurstakmark og tími ekki fyrirliggjandi fyrir prentun
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=