Myndir mánaðarins - febrúar 2018 - Bíó
4 Myndir mánaðarins BAFTA BESTI LEIKARI GARY OLDMAN KVIKMYND • DRAMA GOLDEN GLOBE SIGURVEGARI ÓSKARSVERÐLAUNA- T I L N E F N I N GA R BESTA MYND • BESTI LEIKARI ÞAR Á MEÐAL ® T I L N E F N I N GA R BESTA MYND • BESTI LEIKARI ÞAR Á MEÐAL ALDREI GEFAST UPP ! GARY OLDMAN ERWINSTON CHURCHILL FRÁ JOE WRIGHT LEIKSTJÓRA ATONEMENT F R U M S Ý N D 2 . F E B R Ú A R Myndir mánaðarins Flottur febrúar Finndu þá snjókornið og taktu þátt í leiknum! Vinningshafar í síðasta leik, finndu flöskuna: Eysteinn Örn Garðarsson, Borgarvegi 23, 260 Njarðvík Snorri Vignisson, Bólstaðarhlíð 44, 105 Reykjavík Sólveig Bogadóttir, Hrauntungu 13, 200 Kópavogi Margrét Snæfríður Jónsdóttir, Hverafold 19, 112 Reykjavík Davíð Þór Óskarsson, Höfðavegi 43, 900 Vestmannaeyjum Takk fyrir þátttökuna! Viltu vinna bíómiða fyrir tvo í eitthvert kvikmyndahúsanna? Leikurinn er ekki flókinn. Þú þarft að finna lítið snjó- korn sem gleymdist að dusta af einni síðunni bíó- megin í blaðinu og lítur út eins og þetta: Ef þú finnur snjókornið og vilt taka þátt í leiknum skaltu fara inn á facebook.com/myndirmanadarins og senda okkur rétta svarið með skilaboðum , þ.e. númerið á blaðsíðunni þar sem snjókornið er. Ekki gleyma að hafa fullt heimilisfang og póstnúmer með svarinu. Frestur til þátttöku er til og með 21. febrúar . Valið verður af handahófi úr réttum lausnum fljótlega eftir það og verða nöfn vinningshafa birt á Facebook-síðunni okkar og í næsta tölublaði sem kemur út í lok febrúar. Í febrúar verða ellefu nýjar myndir frumsýndar í kvikmyndahús- unumog eins og alltaf gætir þar fjölbreyttra grasa. Forsíðumyndir blaðsins að þessu sinni, Marvel-myndin Black Panther og íslenska gamanmyndin Fullir vasar , eru auðvitað sér á parti en þess utan fáum við að sjá tryllinn Winchester , grínfarsann Game Night , ís- lensku teiknimyndina Lói: Þú flýgur aldrei einn , lokakafla þríleiks- ins um erótískar ástir þeirra Anastasiu Steele og Christians Grey, hinar sannsögulegu myndir Darkest Hour , Molly’s Game og The 15:17 to Paris og síðast en ekki síst tvær af rómuðustu myndum ársins 2017, The Shape of Water eftir Guillermo del Toro og hina sérstöku Phantom Thread eftir Paul Thomas Anderson. Við viljum svo auðvitað einnig vekja athygli kvikmyndaunnenda á DVD- og VOD-útgáfunni sem kynnt er hinum megin í blaðinu, auk þriggja nýrra tölvuleikja. Góða skemmtun! 2. feb. Darkest Hour Bls. 16 2. feb. Lói: Þú flýgur aldrei einn Bls. 17 2. feb. Molly’s Game Bls. 18 2. feb. Winchester Bls. 20 9. feb. The 15:17 to Paris Bls. 21 9. feb. Fifty Shades Freed Bls. 22 16. feb. Black Panther Bls. 24 16. feb. The Shape of Water Bls. 26 23. feb. Phantom Thread Bls. 28 23. feb. Game Night Bls. 29 23. feb. Fullir vasar Bls. 30 Annars lítur dagskráin í febrúar svona út í heild: MYNDIR MÁNAÐARINS 289. tbl. febrúar 2018 Útgefandi: Myndir mán. ehf., Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfirði, sími 534-0417 Heimasíða: www.myndirmanadarins.is Ábyrgðarmaður: Stefán Unnarsson / myndmark@islandia.is Texti / Umbrot: Bergur Ísleifsson Próförk: Veturliði Óskarsson Prentun / Bókband: Ísafoldarprentsmiðja Upplag: 21.000 eintök
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=