Myndir mánaðarins - febrúar 2018 - Bíó
6 Myndir mánaðarins Bíófréttir – Væntanlegt Nú er tími verðlaunahátíðanna og fyrir utan Golden Globe-verðlaunin sem voru afhent 7. janúar hafa ýmis bandarísk sérsambönd nú afhent sín verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2017, eins og t.d. samtök gagnrýnenda, samtök framleiðenda og samtök leikara. Áberandi er að í flestum tilfellum eru það sömu myndir og sömu aðilar sem hafa verið tilnefndir og ber þar hæst fólkið á bak við myndir eins og The Shape of Water , Three Billboards Outside Ebbing, Missouri , Call Me by Your Name , Darkest Hour , I, Tonya , Dunkirk , Lady Bird , Get Out , Phantom Thread , The Florida Project og The Post . Einnig hafa leikarar og aðstandendur mynda eins og The Big Sick , Stronger , Battle of the Sexes , Wonder , Molly’s Game , Baby Driver , All the Money in the World , Blade Runner 2049 og Logan komið við sögu hingað og þangað auk auðvitað James Franco og myndar hans, The Disaster Artist , en margir hafa einmitt undrast að hún skyldi ekki fá fleiri tilnefningar en raun hefur borið vitni. Þá sögu má örugglega segja um fleiri góðar myndir ársins 2017 eins og t.d. Detroit , Wind River , Mudbound , The Lost City of Z , Film Stars Don’t Die in Liverpool og fleiri. En þannig er þetta bara, það verða alltaf einhverjar gæðamyndir útundan þegar kemur að verð- launaveitingum og smekkurinn er misjafn. Í febrúar munu svo verðlaunaveislurnar halda áfram. Þann þriðja mars munu samtök leikstjóra halda sína verðlaunahátíð og þann ellefta er komið að verðlaunaveitingu samtaka handritshöfunda. BAFTA-verðlaunin bresku verða síðan veitt 18. febrúar. Þá verða bara tvær veislur eftir (af þeim stóru), þ.e. óháðu Spirit-verðlaunin sem verða veitt 3. mars og svo sjálf Óskarsverðlaunin sem verða veitt daginn eftir, sunnudagskvöldið 4. mars. Og talandi um Óskarsverðlaunin þá verðum við að geta þess að okkur að sjálfsögðu til sárra vonbrigða hlaut íslenska myndin Undir trénu ekki náð fyrir augum bandarísku akademíunnar og var ekki tilnefnd sem besta erlenda myndin. Kemur næst. Sundance-kvikmyndahátíðin var haldin með pompi og prakt frá 18. til 28. janúar en þar kepptu yfir áttatíu myndir um hylli bæði almennra áhorfenda og dómnefnda og um fjölmörg verðlaun í sex grunnflokkum. Þegar þetta er skrifað er enn verið að veita lokaverðlaunin á hátíðinni en þær ánægju- legu fréttir bárust þó fyrir prentun að Ísold Uggadóttir hefði hlotið fyrstu verðlaun fyrir leikstjórn sína á myndinni Andið eðlilega í flokki alþjóðlegra mynda. Þetta er að sjálfsögðu mikill heiður fyrir hana, enda er Andið eðlilega hennar fyrsta bíómynd í fullri lengd og atti hún kappi við 11 aðra leikstjóra frá tíu löndum um verðlaunin, þar á meðal sjálfan Idris Elba sem var einnig að frumsýna sína fyrstu bíómynd sem leikstjóri á hátíðinni, glæpasöguna Yardie eftir bók Victors Headley. Við bendum þeim sem vilja kynna sér myndirnar á hátíðinni og þá um leið þær sem hlutu verðlaun að kíkja á netið þar sem allar upplýsingar er að finna, en oft er það svo að bestu myndir hátíðarinnar fá dreifingarsamning sem um leið getur orðið heilmikil og góð lyftistöng fyrir upprennandi en blanka kvikmyndagerðarmenn. Við erum alltaf aðminnast á Steven Spielberg hér í þessum dálkum og ekki af neinni áráttu heldur vegna þess að hann hefur verið mjög vinnusamur á undanförnum árum, sent frá sér sem leikstjóri þrjár flottar myndir á þremur árum, þ.e. Bridge of Spies , The BFG og The Post , og eina til núna í mars ( Ready Player One ), auk þess að standa á bak við framleiðslu fjölmargra mynda. Eins og þeir vita sem fylgjast með kappanum er hann nú að leikstýra mynd sem heitir The Kidnapping of Edgardo Mortara og mun þar á eftir snúa sér að gerð fimmtu Indiana Jones - myndarinnar sem frumsýna á 2020. Nýlega bárust síðan þær fréttir að næsta mynd hans á eftir Indiana Jones verði söngleikurinn West Side Story eftir Arthur Laurents sem þeir Jer- ome Robbins leikrita- höfundur og Robert Wise leikstjóri færðu í kvikmyndabúning árið 1961 með lögum og tónlist eftir Leonard Bernstein og textum eftir Stephen Sondheim. Sagan, sem sækir innblásturinn í Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare, þykir enn eiga fullt erindi við áhorfendur enda hefur endurgerð hennar staðið til í mörg ár. Bíða menn og konur nú spennt eftir að sjá hverja Steven ákveður að velja í aðalhlutverkin. Aðdáendur Guardians of the Galaxy -mynd- anna geta glaðst yfir því að nú er búið að staðfesta að þriðja myndin um þetta skemmtilega gengi alheimsvíðáttunnar verði frumsýnd 2020. Að sögn James Gunn, sem mun leikstýra myndinni eins og þeim fyrri og skrifa handritið, er undirbúningur kominn vel á veg og er áætlað að tökur hefjist í sumar. Reikna má með að allur leikhópurinn úr fyrri myndunum mæti til leiks á ný (nema þeir sem dóu auðvitað) auk nýrra persóna en enn liggur ekki fyrir hver söguþráðurinn verður. Eins og flestir vita ökklabrotnaði Tom Cruise við tökur á nýjustu Mission Impossible - myndinni þegar hann var að stökkva á milli húsa með þeim afleiðingum að fresta varð tökum uns hann gæti snúið aftur á settið. Á dögunum mætti Tom í viðtal hjá breska spjallþáttastjórnandanum Graham Norton ásamt meðleikurum sínum í myndinni og hafði meðferðis upptökurnar af slysinu, en atriðið hafði verið tekið upp frá þremur mismunandi sjónarhornum og voru þau öll sýnd í þáttunum. Þar sést vel hvað gerist og ef einhver var í vafa um að Tom hafi brotnað í raun þá var einnig sýnd nærmynd af því þegar fótur hans skellur á veggnum sem hann var að stökkva á og brotnar með hvelli. Það hafa auðvitað ekki allir áhuga á að sjá þetta og því viljum við eingöngu hvetja áhugafólk um ökklabrot til að kíkja á þetta á YouTube. En án gríns ... þá eru þessar upptökur af ökklabrotinu líka áhugaverðar fyrir þær sakir að þar sést vel hvað Tom er tilbúinn að gera í áhættuatriðunum sem hann leikur í. Gætir þú gert það sem hann gerir þarna? Þess má geta að myndin er nú komin með nýjan frumsýningardag, 3. ágúst.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=