Myndir mánaðarins - febrúar 2018 - Bíó

8 Myndir mánaðarins Bíófréttir – Væntanlegt LeonardoDiCaprio, semhefur ekki sést ímynd síðan hann lék í The Revenant fyrir þremur árum og hampaði Óskarsverðlaununum fyrir leik sinn þar, er nú kominn á fullt á ný í leiklistina og framundan eru fjórar myndir með honum í aðalhlutverki. Fyrsta skal nefna myndina Kill- ers of the Flower Moon eftir Martin Scorsese en hún er byggð á samnefndri bók Davids Grann og fjallar um dularfull morð á Osaga- indíánum sem framin voru á þriðja áratug síðustu aldar og ollu titringi innan Lögrann- sóknarskrifstofu Bandaríkjanna (forvera FBI) því grunur var uppi um að háttsettir aðilar væru viðriðnir málið. Við vitum ekki hvern Leonardo leikur í myndinni en okkur grunar sterklega að það verði sjálfur J. Edgar Hoover sem þá var yfirmaður skrifstofunnar. Sé það rétt er það meira en lítið áhugavert því Leonardo lék einmitt J. Edgar Hoover í mynd Clints Eastwood, J. Edgar , árið 2011. Önnur mynd sem er væntanleg með Leonardo heitir The Black Hand og er byggð á samnefndri bók Stephans Talty sem kom út í fyrra og segir frá skipulagðri glæpastarfsemi í New York og þá sér í lagi átökum sem hófust á milli glæpagengja þar í borg árið 1903 og voru kennd við ítölsku mafíuna sem þá kall- aði sig„Svörtu höndina“. Við vitumekki heldur með hvaða hlutverk Leonardo fer í þessari sögu en giskum á að það verði hlutverk lögreglumannsins Josephs Petrosino sem sagan segir að hafi átt mestan þátt í að kveða þessi átök niður. Það hefur heldur ekki verið gefið upp hver leikstýrir þessari mynd. Þriðja myndin er svo önnur mynd eftir Martin Scorsese, Roosevelt , þar sem Leonardo mun leika titilhlutverkið, þ.e. Theodore Roosevelt, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Fjórða myndin er síðan níunda mynd Quentins Tarantino, sem ekki hefur hlotið endanlegt heiti en hún snýst að sögn að stórum hluta um Charles Manson og gengi hans og morðið á Sharon Tate í ágúst 1969. Þessa mynd á að frumsýna á næsta ári en reynslan hefur kennt kvikmyndaáhugafólki að búast við seinkun þegar mynd eftir QuentinTarantino er annars vegar. Látumþað gott heita um Leonardo DiCaprio að sinni. Snúum okkur hins vegar örstutta stund að Nicolas Cage. Sá ágæti leikari hefur nefnilega ekki sést á hvíta tjaldinu á undanförnum árum, a.m.k. ekki á Íslandi, og gætu margir því haldið að hann hefði ákveðið að taka því rólega. Það væri hins vegar fjarri lagi því Nicolas hefur leikið í hverri myndinni á fætur annarri upp á síðkastið, t.d. fimm myndum sem frumsýndar voru ytra á síðasta ári, og á þessu ári er hann skráður í aðalhlutverki a.m.k. fjögurra mynda. Ástæðan fyrir því að við erum að tala um Nicolas er að stiklan úr einni þessara nýju mynda hefur vakið mikla athygli kvikmyndaunnenda, en hún er úr mynd sem heitir Looking Glass og er eftir leikstjóra að nafni Tim Hunter. Við tíundum ekki söguþráðinn í Looking Glass hér en viljum í staðinn hvetja alla gamla aðdáendur Nicolasar semekki hafamisst trú á kappanum til að kíkja á þessa þrælflottu stiklu á netinu. Og talandi um nýjar stiklur þá viljum við endilega hvetja þá sem kunna að meta vísindaskáldsögur og ofurhetjumyndir að kíkja í leiðinni á glænýja stiklu úr næstumynd Robert Rodriguez, Alita: Battle Angel , sem er væntanleg í bíó í júlí. Myndin, sem James Cameron skrifaði handritið að og framleiðir, er byggð á samnefndri manga-sögu Yukitos Kishiro og gerist eftir nokkrar aldir. Hún segir frá vélmenninu Alitu sem góðhjartaður „vélmennalæknir“ finnur á brotajárnshaug og kemur í gang á ný. Alita man ekkert úr fortíðinni, veit ekki hvaðan hún kom eða hvað hún gerði áður og þarf því að læra allt upp á nýtt. Það líður hins vegar ekki á löngu uns í ljós kemur að hún er gædd ofurkröftum og hæfileikum sem eiga eftir að koma sér vel þegar hún þarf að snúast til varnar gegn óþekktum óvini sem er staðráðinn í að gera út af við hana af einhverjum ástæðum. Stiklan úr myndinni er hreint út sagt alveg mögnuð og hver veit nema Alita: Battle Angel verði einn af stærstu sumarsmellum ársins. Mamma Mia! Here We Go Again er heitið á nýrri mynd sem eins og heitið bendir til er framhald hinnar geysivinsælu Mamma Mia! sem var frumsýnd árið 2008 og byggð að stórumhluta í kringum lögABBA. Það sama er uppi á teningunum hér og ekki nóg með það heldur mæta aftur til leiks allir sömu aðal- leikararnir og léku í fyrri myndinni, þ.e. Meryl Streep, Amanda Seyfried, Pierce Brosnan, Colin Firth, Julie Walters, Christine Baranski og Stellan Skarsgård, auk nýrra persóna sem m.a. eru leiknar af Dominic Cooper, Andy Garcia, Jeremy Irvine, Lily James og sjálfri Cher sem hefur ekki leikið í bíómynd í átta ár. Myndin verður frumsýnd í júlí og á nokkuð örugglega eftir að gera það gott, rétt eins og fyrri myndin.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=