Myndir mánaðarins, mars 2018 - Bíó
24 Myndir mánaðarins Víti í Vestmannaeyjum Ekki er allt sem sýnist Aðalhlutverk: Lúkas Emil Johansen, Róbert Luu, Ísey Heiðarsdóttir, Viktor Benóný Benediktsson, Jóhann G. Jóhannsson, Óli Gunnar Gunnarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Gunnar Hansson og Sigurður Sigurjónsson Leikstjórn: Bragi Þór Hinriksson Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Selfossbíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhöllin Akranesi, Eyjabíó, Króksbíó og Skjaldborgarbíó 95 mín Harry og Heimir. Frumsýnd 23. mars l Víti í Vestmannaeyjum var tekin upp síðasta sumar á Orkumótinu í Eyjum. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði Íslands í knatt- spyrnu kemur fram í myndinni ásamt markamaskínunni Margréti Láru Viðarsdóttur og Hermanni Hreiðarssyni. l Handrit myndarinnar var skrifað af Gunnari Helgasyni, Ottó Geir Borg og Jóhanni Ævari Grímssyni. Kvikmyndatökustjóri var Ágúst Jakobs- son og um klippinguna sáu Guðni Hilmar Halldórsson og Bragi Þór Hinriksson. Tónlistin er eftir Margréti Örnólfsdóttur, leikmynd eftir Drífu Freyju-Ármannsdóttur og búningahönnuður var Helga Rós Hannam. Um hár og förðun sá síðan Kristín Júlla Kristjánsdóttir en framleiðendur eru þau Þórhallur Gunnarsson, Hilmar Sigurðsson, Kjartan Þór Þórðarson, Ragnar Agnarsson og AnnaVigdís Gísladóttir. Hinn tíu ára gamli Jón Jónsson keppir með liði sínu Fálkum á fótboltamóti í Vestmannaeyjum. Þar kynnist hann Ívari, jafn- aldra sínum úr ÍBV sem þarf óvænt á hjálp að halda, og allt í einu eru átökin bundin við fleira en fótboltavöllinn. Víti í Vestmannaeyjum er byggð á samnefndri metsölubók Gunnars Helgasonar og fjallar um hinn tíu ára gamla Jón sem fer ásamt liðsfélög- um sínum í fótboltaliðinu Fálkum í þriggja daga keppnisferð á fótboltamót í Vestmannaeyjum. Baráttan á mótinu er hörð en skemmtileg og segja má að Jón uppgötvi á sér nýja hlið sem knattspyrnumaður. Utan vallar gengur líka á ýmsu og hann kynnist m.a. jafnaldra sínum, Ívari sem búsettur er í Eyjum og spilar með ÍBV. Ívar virðist við fyrstu sýn harður í horn að taka og þeir Jón kljást inni á vellinum. En eftir því sem þeir kynnast betur kemur í ljós að líf Ívars er ekki dans á rósum og smám saman þróa drengirnir með sér vin- skap sem nær út fyrir völlinn. Þegar sótt er að Ívari úr óvæntri átt kemur til kasta Jóns og hinna Fálkanna að fylkja sér um hann og reyna að sannfæra fullorðna fólkið umað koma honum til aðstoðar. Á sama tíma og allt er á suðupunkti, innan vallar sem utan, lætur nálægt eldfjall á sér kræla með ófyrirsjáanlegum afleiðingum ... Hart er barist á vellinum í Vestmannaeyjum en átökin eiga eftir að fara í óvæntar áttir utan vallar. Víti í Vestmannaeyjum Fjölskyldumynd Punktar .................................................... Veistu svarið? Leikstjóri myndarinnar er Bragi Þór Hinriksson sem gerði m.a. myndirnar um ævintýri Sveppa og bestu vina hans, Góa og Villa, og nú síðast farsann skemmtilega um tvo af snjöllustu en sérkennileg- ustu einkaspæjurum Íslands. Hvað heita þeir? Lúkas Emil Johansen leikur Jón sem áttar sig á því að ekki er allt með felldu í lífi eins andstæðinga hans í ÍBV, Ívars.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=