Myndir mánaðarins, mars 2018 - Bíó

28 Myndir mánaðarins Pétur kanína Einn, tveir og gulrót! Íslensk talsetning: Sigurður Þór Óskarsson, Hannes Óli Ágústsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Harald G. Haralds, Steinn Ármann Magnússon, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Edda Björg Eyjólfsdóttir Leikstjórn: Rósa Guðný Þórsdóttir Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíóið Egilshöll og Borgarbíó Akureyri 95 mín Frumsýnd 23. mars l Pétur kanína er að sjálfsögðu talsett á íslensku en í aðalhlutverkum mennsku persónanna í myndinni eru þau Domhnall Gleeson, Rose Byrne, Sam Neill og Marianne Jean-Baptiste. Bíómyndin Pétur kanína, sem er bæði leikin og tölvuteiknuð, er byggð á sögum enska barnabókarithöfundarins Beatrix Potter umhann og fjölskyldu hans semá í útistöðumvið land- eigandann herra McGregor, en honum er alveg meinilla við öll dýr, ekki síst kanínur sem vilja borða uppskeruna hans. Fyrsta sagan um Pétur kanínu kom út árið 1902 og varð þegar ein- hver vinsælasta barnabók Breta fyrr og síðar. Sagan í myndinni er hins vegar látin gerast nokkru síðar en upprunalegu sögurnar, eða þegar frændi hins gamla McGregors tekur við búi hans og reynist alveg eins illskeyttur gagnvart dýrunum og sá gamli var. En Pétur er úrræðagóður með afbrigðum og ákveðinn í að láta þennan nýja landeiganda ekki komast upp með neitt múður. Með honum í liði eru systur hans þrjár, Lúffa, Múffa og Bómullarhnoðri, ásamt frænda þeirra Benjamín og listakonunni Beu sem ólíkt McGregor er vin- veitt dýrunum. Í gang fer eldfjörug og fyndin barátta um gulrætur og annað grænmeti sem um leið er frábær fjölskylduskemmtun! Pétur kanína Fjölskyldumynd Punktar ....................................................

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=