Myndir mánaðarins, mars 2018
12 Myndir mánaðarins Murder on the Orient Express Hver er morðinginn? Aðalhlutverk: Kenneth Branagh, Johnny Depp, Daisy Ridley, Judi Dench, Michelle Pfeiffer, Penélope Cruz, Willem Dafoe, Josh Gad, Derek Jacobi og fleiri Leikstjórn: Kenneth Branagh Útgefandi: Sena Veistu svarið? Kenneth Branagh, sem á 36 ára leikferil í kvikmyndum að baki og 28 ára leikstjóraferil, hefur gert margar mjög góðar og vinsælar myndir á ferlinum. Hann leikstýrði t.d. einni vinsælustu og tekjuhæstu mynd ársins 2011. Hvaða mynd var það? Thor. 1. mars l Agatha Christie fékk hugmyndina að sögunni þegar hún ferðaðist sjálf með Austurlandahraðlestinni til Istanbúl og tafir urðu á ferð- inni vegna flóða. Hún skrifaði síðan söguna á hótelherbergi 411 í Pera Palace-hótelinu í Istanbúl, en það herbergi er núna safn og er varðveitt nákvæmlega eins og það var þegar Agatha dvaldi þar. Belgíski morðgátusérfræðingurinn Hercule Poirot er á leið til Vestur-Evrópu á fyrsta farrými Austurlandahraðlestarinnar ásamt fleiri farþegum. Nótt eina er einn af farþegunum myrtur í svefni og þar sem lestin er teppt vegna snjóskriðu fær Hercule tíma til að raða saman sönnunargögnunum og finna morðingjann áður en lögreglan kemur um borð. Morðið í Austurlandahraðlestinni er ein frægasta og vinsælasta saga rithöfundarins ogmorðgátudrottningarinnar Agöthu Christie semgaf hana út 1. janúar árið 1934. Sagan varðmjög vinsæl eins og fleiri sögur Agöthu og hefur síðan bæði verið sett upp á leiksviðum og kvikmynduð mörgum sinnum. Frægust af bíómyndunum er eflaust sú sem gerð var árið 1974 en hún var með nokkrum af vinsælustu kvikmyndastjörnum þess tíma í aðalhlutverkum, varð ein vinsælasta mynd þess árs og um leið fyrsta breska mynd sögunnar til að komast í toppsæti bandaríska aðsóknarlistans. Þessi nýja mynd fetar í fótspor hennar hvað varðar stjörnufansinn, en í öllum helstu hlutverkunum eru vinsælir og þekktir leikarar, bæði bandarískir og breskir. Ogmorðgátan stendur alltaf fyrir sínu! Kenneth Branagh leikstýrir myndinni og leikur jafnframt belgíska morðgátusérfræðinginn snjalla, Hercule Poirot. Murder on the Orient Express Johnny Depp leikur hinn dularfulla Samuel Ratchett sem á grugguga fortíð og er helsti örlagavaldurinn í sögunni. Daisy Ridley, sem slegið hefur í gegn sem Rey í Star Wars- myndunum, leikur barnfóstruna Mary Debenham. Morðgáta DVD HHHH - EntertainmentWeekly HHHH - Total Film HHH 1/2 - H. Reporter HHH 1/2 - ReelViews HHH 1/2 -Wrap HHH - Empire HHH - Rolling Stone HHH - Telegraph HHH - Chicago Sun-Times HHH - TimeOut HHH -W. Post Punktar .................................................... 114 mín
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=