Myndir mánaðarins, mars 2018

14 Myndir mánaðarins 1. mars 107 mín Aðalhl.: Domhnall Gleeson, Margot Robbie og Will Tilston Leikstj.: Simon Curtis Útgefandi: Síminn og Vodafone VOD Sannsögulegt Einstaklega góð, vel leikin og áhrifarík mynd umbreska rithöfundinn Alan Alexander Milne, eiginkonu hans, Daphne, og son þeirra, Christopher Robin, en það var einmitt hann og bangsinn hans sem varð Alexander inn- blásturinn að bókunum um Bangsímon og vin hans, Christopher Robin. Alexander Milne var fæddur árið 1882 og vakti athygli strax á skólaárum sínum fyrir ritstörf. Eftir fyrri heimsstyrjöldina eignuðust hann og eiginkona hans soninn Christopher Robin og árið 1925 keyptu þau sveitabýlið Cotchford í Sussex. Það var þar sem segja má að Bangsímon hafi orðið til í mörgum göngu- ferðum feðgana um skóglendið þar sem ímyndunaraflinu var gefinn laus taumur ... Goodbye Christopher Robin Hinn raunverulegi Bangsímon Milnes-hjónin eru leikin af þeim Dom- hnall Gleeson og Margot Robbie og það er hinn efnilegi Will Tilston sem leikur Christopher Robin á yngri árum. Punktar ....................................... HHHHH - San Franc. Chronicle HHHH - Empire HHHH - T. Film HHHH - Telegraph l Bangsinn hans Robins hét í raun Ed- ward en var síðan endurskírður Winnie í höfuðið á svartbirni einum í dýragarði í London, sem aftur var kallaður Winnie af því að hann kom frá Winnipeg í Kanada. l Bangsinn kom fyrst við sögu í ljóði eftir A. A. Milne sem birt var í breska vikutímaritinu Punch í febrúar 1924 en hét þá reyndar bara „bangsi“. Hann birtist síðan sem Bangsímon, eða Winnie-the- Pooh, í fyrsta sinn í ónefndri jólasögu Milnes sem dagblaðið London Evening News birti 24. desember árið 1925. Goodbye Christopher Robin – Ice Girls 1. mars 90 mín Aðalhl.: Michaela du Toit, Lara Daans, Natasha Henstridge og Taylor Hunsley Leikstj.: Damian Lee Útgefandi: Sena VOD Fjölskyldumynd Mattie er ung og efnileg skautastúlka sem er nálægt því að fá skólastyrk vegna hæfileika sinna þegar slys á skautasvellinu leiðir til þess að hún neyðist til að draga sig út úr mótinu sem hún þurfti nauðsynlega að keppa á til að fá styrkinn. Á hún möguleika á að ná aftur fyrri stöðu? IceGirls er íþrótta- og fjölskyldumyndmeð gamansömu ívafi og skartar í aðalhlut- verkum tveimur skautadrottningum, þeim Michaelu du Toit og Taylor Hunsley, auk þeirra Natöshu Henstridge, Löru Daans og Elvis Stojko sem er þrefaldur heimsmeistari og tvöfaldur Ólympíumeistari í listdansi. Þegar Mattie slasast leiðir það ekki bara til þess að hún missir af skólastyrknum heldur neyðist hún til að flytja ásamt móður sinni til heimabæjar síns á ný þar sem segja má að þær þurfi báðar að byrja upp á nýtt. En kannski, þegar upp verður staðið, var þetta í raun það besta sem gat komið fyrir þær mæðgur ... Ice Girls Ævintýri á ís Skautadrottningarnar Michaela du Toit og Taylor Hunsley í einu atriði myndarinnar en hún inniheldur að sjálfsögðu mörg flott skautaatriði.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=