Myndir mánaðarins, mars 2018
15 Myndir mánaðarins 2. mars 98 mín Aðalhlutv.: Lucy Walters, Gina Piersanti og Adam David Thompson Leikstj.: Simon Curtis Útgefandi: Myndform VOD Tryllir Ann er ung kona sem um eins árs skeið hefur dvalið ein í skóglendi eftir að ógnvekjandi og óþekkt plága gerði út af við flest fólk, þ. á m. hennar eigin fjölskyldu, og breytti öðrum í uppvakninga. Dag einn rekst hún á feðgin sem eru á flótta. Ann hjálpar þeim og kynnist en ... getur hún treyst þeim? Here Alone er mynd sem aðdáendur uppvakningamynda ættu að sjá en hún er að mörgu leyti óvenjuleg enda leggur leikstjórinn Rod Blackhurst megináherslu á að framkalla spennuna sem aðstæðum Ann fylgir í stað baráttunnar við uppvakn- ingana sem hún forðast auðvitað eins og heitan eldinn. Þess utan er Ann enn í hálfgerðu losti eftir að hafa misst eiginmann sinn og barn þeirra, en þau voru upphaflegameð henni á flóttanum í skóginum. Hvað gerðist og hvað gerist næst? Here Alone Hvað gerist næst? Eftir að Ann hittir feðginin Chris og Oliviu og hjálpar þeim breytist allt. Punktar ............................................................................................ HHH 1/2 - Village Voice HHH 1/2 - The New York Times l Here Alone hlaut áhorfendaverðlaunin á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York. Here Alone – K3 Fjallhressir teiknimyndaþættir um poppsöngkonurnar Kötu, Kylie og Kim sem í tónleikaferðum sínum um heiminn lenda í ótrúlegustu ævintýrum. Krökkum á öllum aldri er hér boðið með í tónleikaferðir um víða veröld með þeim Kötu, Kylie og Kim sem saman nefna sig K3. Þær eru æskuvinkonur sem fyrir utan sönginn og að koma fram á tónleikum slá aldrei hendinni á móti öðrum ævintýrum sem þeim býðst að taka þátt í á ferðum sínum, hvort sem þau snúast um að góma fingralanga, berjast við skrímsli eða hjálpa þeim sem minna mega sín í veröldinni. Þetta er safn númer sex í seríunni, þættir 39 til 45. K3 Alltaf saman – að eilífu 2. mars 95 mín Teiknimyndir með íslensku tali um K3-sönghópinn Útgefandi: Myndform Punktar ............................................................................................ VOD Barnaefni l Þættirnir um þær Kötu, Kylie og Kim eru framleiddir af sama fyrirtæki og gerði þættina um Mæju býflugu, Vigga víking, Heiðu og Artúr og mínímóana.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=