Myndir mánaðarins, mars 2018
17 Myndir mánaðarins 8. mars 105 mín Aðalhlutv.: Luke Evans, Rebecca Hall, Bella Heathcote og Oliver Platt Leikstjórn: Angela Robinson Útgefandi: Sena VOD Sannsögulegt Afar vel gerð og leikin mynd umWilliamMoulton Marston sem ásamt kon- unum tveimur í lífi sínu skapaði sögurnar um Díönu Prince, eða Wonder Woman, en fyrsta sagan um hana og Amazónurnar kom út í október 1941. Professor Marston and the Wonder Women þykir ákaflega skemmtileg og góð mynd í alla staði og sérlega vel leikin af þeim þremur sem fara með aðalhlutverk- in, Luke Evans, Rebeccu Hall og Bellu Heathcote. Hér fáum við að sjá hvernig það kom til að sálfræðingurinn William M. Marston ákvað að búa til ofurkonuna Díönu prinsessu af Þemyscíru og áhrifin sem eiginkona hans, Elizabeth, og hjá- konan Olive höfðu á þá sköpun, en lífssýn þeirra þriggja var afar sérstök ... Professor Marston and the Wonder Women Fyrirmyndirnar að Undrakonunni Marston bjó með tveimur konum sem urðu honum innblástur að Díönu Prince eða Wonder Woman, eiginkonunni Elizabeth og hjákonunni Olive. Punktar ....................................... HHHH 1/2 - The New York Times HHHH - L.A. Times HHHH - R. Stone HHHH - Total Film HHH - Screen l Williams M. Marston er ekki eingöngu minnst fyrir sköpun sína á sögunum um Undrakonuna Diönu Prince heldur og fyrir smíði sína á lygamæli. Þetta var ekki fyrsti lygamælirinn en sá fullkomnasti á þeim tíma (í kringum 1918) en sýnt þótti fram á með þessum mæli að sterk tengsl væru á milli lyga og hækkaðs blóðþrýstings. l Williams er einnig minnst fyrir sálfræði- greinar sínar og bækur og eitt þekktasta verk hans er bókin Emotions of Normal People sem kom út árið 1928 og var að grunni til um svokallaða DISC-kenningu. Professor Marston and the Wonder Women – Crooked House 8. mars 105 mín Aðalhlutv.: Glenn Close, Max Irons, Christina Hendricks og Terence Stamp Leikstj.: Gilles Paquet-Brenner Útg.: Sena VOD Morðgáta CrookedHouse er gerð eftir samnefndri morð- og sakamálasögu rithöfund- arins Agöthu Christie og gerist að mestu á sveitasetrinu Three Gables þar sem þrír ættliðir Leonides-fjölskyldunnar búa undir sama þaki. Þegar höf- uð fjölskyldunnar, hinn auðugi Aristide, er myrtur fellur grunur á þau öll. Þau Charles og Sophie Leonides eru par og hyggjast ganga í hjónaband. Þeim áformum þarf hins vegar að fresta þegar afi Sophiu er myrtur, a.m.k. þangað til morðinginn er fundinn. Þetta verður til þess að Charles fer sjálfur að rannsaka málið og fær síðan í gegnum sambönd sín við Scotland Yard hinn trausta en sér- lundaða rannsóknarlögreglumann Taverner til liðs við sig. Hver er morðinginn? Crooked House Sum leyndarmál eru eitruð Glenn Close leikur lafði Edith de Haviland sem eins og flestir aðrir í sögunni er ekki með hreinan skjöld. Punktar ....................................... HHHH 1/2 - Los Angeles Times HHHH - Telegraph HHH 1/2 - Variety l Bók Agöthu Christie, CrookedHouse , kom út árið 1949 og ef hún var spurð hver af hennar eigin sögum væri í uppáhaldi hjá henni nefndi hún ávallt þessa sögu ásamt Ordeal by Innocence sem kom út árið 1958. l Handritshöfundur Crooked House er Óskarsverðlaunahafinn Julian Fellowes ( Gosford Park ) sem m.a. skapaði og skrif- aði sjónvarpsþættina Downton Abbey . l Leikstjóri myndarinnar, Gilles Paquet- Brenner, sendi síðast frá sér þá afar góðu mynd Dark Places og þar á undan hina gríðarlega áhrifamiklu Sarah’s Key , sem var tvímælalaust ein besta mynd ársins 2010.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=