Myndir mánaðarins, mars 2018

20 Myndir mánaðarins Trumbo Penninn er sterkari en sverðið Aðalhlutverk: Bryan Cranston, Diane Lane, Helen Mirren, Louis C.K., John Goodman, Elle Fanning, Michael Stuhlbarg og Alan Tudyk Leikstjórn: Jay Roach Útgefandi: Myndform 124 mín Veistu svarið? Bryan Cranston lék í sinni fyrstu mynd árið 1968 og á því tæknilega 50 ára leikafmæli umþessar mundir þótt 12 ár hafi síðan liðið þar til hann lék í næstu mynd og leikferillinn hæfist fyrir alvöru. En í hvaða þekktu Steven Spielberg-mynd lék hann árið 1998? Saving Private Ryan. 9. mars l Í myndinni kemur við sögu fjölmargt þekkt samtímafólk Trumbos og má þar nefna John F. Kennedy, Kirk Douglas, John Wayne, Ed- ward G. Robinson, Louis B. Mayer og Otto Preminger auk þess sem notast er við myndefni þar sem m.a. þau Cary Grant, Humphrey Bogart, Lauren Bacall, Lucille Ball, Audrey Hepburn, Deborah Kerr, Jerry Lewis, Gregory Peck og Laurence Olivier eru áberandi. l Aðdáendur Bryans Cranston hreinlega verða að sjá þessa mynd enda er hann frábær í titilhlutverkinu og var tilnefndur til fjölda verðlauna fyrir það, þ. á m. til BAFTA-, Golden Globe og Óskarsverðlauna. Dalton Trumbo var einn af hæfileikaríkustu handritshöfund- unum í Hollywood um miðja síðustu öld og náði því að verða hæst launaði handritshöfundur í heimi áður en sögur um að hannværi kommúnisti leiddu til ákæru og ellefumánaða fang- elsisdóms yfir honum. En Trumbo var ekki af baki dottinn. Þeir semhafa gaman af sögulegummyndummunu ekki verða fyrir vonbrigðum með þessa þar sem Bryan Cranston fer á algjörum kostum í hlutverki Daltons Trumbo. Eftir að hafa afplánað fang- elsisdóminn tók lítið betra við enda var Trumbo á hinum alræmda „svarta lista“ sem þýddi að þeir sem ynnu með honum myndu hafa verra af. En Trumbo fann leið til að koma handritum sínum í framleiðslu, þ.e. með því að fá aðra til að þykjast hafa skrifað þau. Þannig vann hann m.a. tvenn Óskarsverðlaun í fullkominni leynd sem var ekki aflétt fyrr en löngu síðar. Þessi mynd er um það afrek ... Bryan Cranston leikur Dalton Trumbo og Diane Lane leikur eigin- konu hans, Cleo. Þau hjón áttu þrjú börn, Nikolu, Chris og Mitzi. Helen Mirren leikur slúðurdálkahöfundinn Heddu Hopper sem var svarinn andstæðingur Daltons Trumbo og ötul við að„koma upp um“ Bandaríkjamenn sem hún taldi aðhyllast kommúnisma. Punktar .................................................... Sannsögulegt VOD HHHH 1/2 - NewYorkPost HHHH - Screen International HHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHH 1/2 - Los Angeles Times HHH 1/2 - HollywoodReporter HHH 1/2 - TheNewYorker Trumbo Trumbo var ekki sá eini í Hollywood sem lenti á hinum svokallaða „svarta lista“ á tímum Josephs McCarthy og kommúnistaveiða hans.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=