Myndir mánaðarins, mars 2018
23 Myndir mánaðarins Thor: Ragnarök Endalokin ... eða kannski upphafið? Aðalhlutverk: Chris Hemsworth, Tom Hiddleston, Cate Blanchett, Tessa Thompson, Benedict Cumberbatch, Mark Ruffalo, Sam Neill, Karl Urban og Anthony Hopkins Leikstjórn: Taika Waititi Útgefandi: Síminn og Vodafone Veistu svarið? Persónan sem Cate Blanchett leikur, Hel (er kölluð Hela á ensku), ríkti samkvæmt goðafræðinni yfir níu af undirheimum Niflheims og átti vopnin Hungur, sem var diskur, og hnífinn Sult. En hver er faðir hennar samkvæmt goðafræðunum? Loki. 15. mars l Leikstjóri myndarinnar er hinn nýsjálenski Taika Waititi, en síðustu þrjár myndir hans, Hunt for the Wilderpeople , What We Do in the Shadows og Boy , hafa allar verið afar góðar og sópað til sín fjölda verðlauna. Taika er mikill húmoristi og fékk nokkuð frjálsar hendur til að gera Thor: Ragnarök mun fyndnari en fyrri myndirnar um Þór og hann leikur sjálfur eitt hlutverk í myndinni, hlutverk Korgs. Auk þess kemur fram í myndinni óvæntur og fyndinn leynigestur. l Hermt er að sagan í Thor: Ragnarök sémikilvægur hlekkur í Aveng- ers -sögunni og að atburðarásin í henni sé ákveðið forspil að næstu Avengers -mynd, Infinity War , sem verður frumsýnd í lok apríl. l Fyrir utan þau Þór, Hulk, Loka, Hel og nýliðann Valkyrju koma fjöl- margar þekktar persónur við sögu í myndinni, bæði úr goðafræð- inni og úr ofurhetjuheimi Marvel. Ein af þeim er t.d. dr. Stephen Strange sem Benedict Cumberbatch leikur hér öðru sinni. Aðdáendur Avengers -myndanna og ofurhetjumynda yfirleitt eru flestir sammála um að Thor: Ragnarök sé á meðal fyndn- ustu ofurhetjumynda sem gerðar hafa verið þótt auðvitað sé enginn afsláttur gefinn af hasarnum og viðburðaríkri sögu. Í þetta sinn þarf þrumuguðinn Þór og félagar hans að takast á við hina illu enmáttugu Hel semÓðinn kastaði niður í Niflheim við fæð- ingu. Hún er nú komin aftur til baka staðráðin í að leggja Ásgarð í eyði og um leið losa sig við alla sína bræður og systur ásamt mann- kyninu í heild. Það mun því reyna verulega á Þór og þá sem standa með honumþví ef baráttan tapast er úti umþau öll og Ásgarð líka ... Chris Hemsworth leikur hér þrumuguðinn Þór á ný. Það mun mæða mest á þeim Hulk, Þór, Valkyrju og Loka í ... Thor: Ragnarök ... baráttunni gegn Hel og þeim sem standa með henni. Ævintýri / Ofurhetjur HHHHH -Washington Post HHHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHHH 1/2 - Total Film HHHH - Slate HHHH - TimeOut HHHH - Screen Int. HHHH - Empire HHHH - Telegraph Punktar .................................................... 130 mín VOD
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=