Myndir mánaðarins, mars 2018

24 Myndir mánaðarins 15. mars 97 mín Aðalhl.: Kyle Mooney, Mark Hamill, Greg Kinnear og Ryan Simpkins Leikstj.: Dave McCary Útgefandi: Sena VOD Gamandrama James er ungur maður sem hefur alla sína ævi búið í neðanjarðarbyrgi ásamt foreldrum sínum og systur, varla komið út undir bert loft og veit ekkert um veröldina. Hann veit heldur ekki að foreldrar hans eru ekki foreldrar hans heldur rændu þau honum sem litlu barni og lokuðu inni. Brigsby Bear er stórmerkileg mynd í alla staði, mjög skemmtileg en um leið áhrifarík og umhugsunarverð. Eftir að hafa verið lokaður inni alla sína ævi er James loksins bjargað úr prísundinni af lögreglunni og komið til sinna raun- verulegu foreldra. Eftir alla undrunina og kastljós fjölmiðla uppgötvast að aðal- áhyggjuefni James er afdrif brúðunnar Brigsbys sem hann hafði alltaf horft á í sjónvarpinu og er reyndar það eina sem hann sá í sjónvarpinu. Í ljós kemur að þættirnir um Brigsby voru búnir til af ræningjum hans og því er ekki nokkur leið að James fái nokkurn tíma að sjá endalok sögunnar. En hann kann ráð við því ... Brigsby Bear Sögunni verður að ljúka James ásamt „föður“ sínum (sem Mark Hamill leikur) áður en honum er bjargað úr prísundinni. Punktar ....................................... HHHH 1/2 - The New York Times HHHH - Total Film HHHH - Time HHHH - Variety HHHH - L.A. Times l Brigsby Bear hefur hlotið fjölda verð- launa og viðurkenninga og var útnefnd ein af tíu bestu óháðu myndum ársins af samtökum bandarískra gagnrýnenda. l Sagan í myndinni er eftir aðalleikarann Kyle Mooney sem einnig skrifaði handritið ásamt félaga sínum Kevin Costello. l Myndin er öll tekin upp í Salt Lake City í Utah-ríki og þar í kring. Brigsby Bear – The Star 15. mars 86 mín Teiknimynd um fyrstu jól dýranna með ensku tali og íslenskum texta Leikstj.: Timothy Reckart Útgefandi: Sena VOD Teiknimynd Í þessari glænýju teiknimynd er sagt frá fæðingu Jesú frá sjónarhóli dýranna, bæði þeirra semfylgduMaríuogJósef ogvitringun- um þremur svo og annarra dýra í Betlehem. The Star er gerð af sömu aðilum og gerðu teiknimyndirnar um kjötbolluregnið og hefst skömmu áður en þau María og Jósef koma til Betlehem. Þegar asninn þeirra telur sig skynja að María sé í hættu fer í gang atburðarás sem teygir anga sína um allt dýraríki borgarinnar. Fjöldi frægra leikara ljær dýrunum rödd sína í myndinni ogmá þar nefna þauTracy Morgan, Tyler Perry, Opruh Winfrey, Kristinu Chenoweth, Patri- ciu Heaton, Christopher Plummer ogVing Rhames. The Star Fyrstu jólin – frá sjónarhóli dýranna

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=