Myndir mánaðarins, mars 2018

25 Myndir mánaðarins 15. mars 113 mín Aðalhl.: Chadwick Boseman, Josh Gad, Kate Hudson og Dan Stevens Leikstj.: Reginald Hudlin Útgefandi: Sena VOD Sannsögulegt ThurgoodMarshall (1908–1993) varð árið 1967 fyrsti maðurinn af afrískum uppruna sem var skipaður hæstaréttardómari í Bandaríkjunum. Áður en það gerðist hafði hann skapað sér nafn sem einn besti mannréttindalög- maður landsins og í þessari mynd er fjallað um eitt af fyrstu málum hans. Fyrir utan að varpa skýru ljósi á persónu Thurgoods Marshall og fordómana sem hann mætti sem lögfræðingur þá er þessi mynd einnig frábær sakamálasaga og réttardrama. Marshall hóf ferilinn hjá einni af mannréttindastofum Bandaríkj- anna (NAACP) sem m.a. útvegaði svörtu fólki lögfræðiaðstoð ef grunur lék á að húðlitur þess væri ástæðan fyrir sakargiftum. Eitt af fyrstu málum hans (1940) varðaði einkabílstjóra að nafni Joseph Spell semvar sakaður umað hafa nauðgað vinnuveitanda sínum, Eleanor Strubing, og síðan reynt aðmyrða hana. Þessu harð- neitaði Spell réttilega, en málið reyndist mun flóknara en Marshall gat grunað ... Marshall Sannleikurinn er besta vopnið Josh Gad og Chadwick Boseman leika þá Sam Friedman og Thurgood Marshall, en Sam var aðstoðarmaður hans í málinu. Punktar ....................................... HHHH 1/2 - RogerEbert.com HHHH - Variety HHH 1/2 - ReelViews HHHH - New Yorker HHH 1/2 - E.W. l Aðallag myndarinnar, Stand Up for Something í flutningi Öndru Day og Common, er nú tilnefnt til Óskarsverð- launa sem besta kvikmyndalag ársins. l Chadwick Boseman sem leikur Thur- good Marshall er frábær leikari sem nú er að gera það gott í titilhlutverki Marvel- myndarinnar Black Panther og mun leika þá persónu í næstu Avengers -mynd, Infinity War , sem frumsýna á í bíó í apríl. Marshall – Paris Can Wait 16. mars 97 mín Aðalhlutverk: Diane Lane, Arnaud Viard og Alec Baldwin Leikstjórn: Eleanor Coppola Útgefandi: Myndform VOD Gaman / Rómantík Létt og skemmtileg rómantísk gamanmynd um eiginkonu bandarísks við- skiptamanns sem eftir viðskiptafund í Nice ákveður að fara landleiðina til Parísar í boði viðskiptafélaga eiginmannsins í stað þess að fljúga. Þetta reynist ákvörðun sem hún mun aldrei sjá eftir svo lengi sem hún lifir. Það er stundum sagt að lífið snúist ekki um áfangastaðinn heldur ferðina þangað og má segja að það sé einmitt þemað í þessari stórskemmtilegu mynd þar sem leikkonan Diane Lane sýnir allar sínar bestu hliðar ásamt Frakkanum Arnaud Viard sem leikur ferðafélaga hennar og Alec Baldwin sem leikur eiginmanninn. Í upphafi sér Anne Lockwood ekkert annað fyrir sér en að bruna á hraðbrautum beint til Parísar en þegar Anaud leggur til að þau leggi lykkju á leið sína svo hann geti sýnt henni sveitir landsins samþykkir hún það enda er tíminn nægur. En þessi „lykkja“ reynist bara sú fyrsta af nokkrum sem verða hver annarri skemmtilegri ... Paris CanWait Hvað liggur á? Alec Baldwin leikur viðskiptamanninn Michael Lockwood, Diane Lane leikur eiginkonu hans, Anne, og það er franski leikarinn Arnaud Viard sem leikur Jacq- ues, ferðafélaga hennar til Parísar. Punktar ....................................... HHHH - Los Angeles Times HHH 1/2 - Indiewire HHH 1/2 - E.W. HHH 1/2 - Screen HHH 1/2 - R. Stone l Leikstjóri og handritshöfundur myndar- innar, Elenor Coppola, er eiginkona Fran- cis Ford Coppola og hafa þau nú verið gift í 55 ár. Þetta er fyrsta bíómynd Elenor en hún starfaði á árum áður við ýmislegt sem tengist kvikmyndagerð og sendi frá sér fimm stuttmyndir, þ. á m. verðlauna- myndina Hearts of Darkness: A Filmmaker's Apocalypse sem sagði frá ströggli eigin- manns hennar við gerð Apocalypse Now .

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=