Myndir mánaðarins, mars 2018

26 Myndir mánaðarins Der Staat gegen Fritz Bauer – Alvinnn!!! og íkornarnir Íslenskt tal 1 Sería 2 Stórskemmtileg teiknimyndasyrpa um ævintýri sex eldfjörugra íkornabarna sem eru stöðugt að lenda í alls konar ævintýrum og óvæntum uppákomum, uppeldisföður þeirra, Davíð, oftar en ekki til mikillar mæðu. Þessir þættir komu fyrst út í mars 2015 og slógu þegar í gegn á bandarísku og frönsku Nickelodeon-sjónvarpsstöðvunum. Í framhaldinu hafa þeir verið sýndir víða og alls staðar verið vel tekið. Hér segir frá hinum ókvænta Davíð sem tekið hefur að sér að ala upp sex íkornakrakka, þrjá stráka og þrjár stelpur. Það gengur því að sjálfsögðu mikið á á heimilinu því íkornakrakkarnir eru hugmyndaríkir með eindæmum og óhræddir við að feta nýjar slóðir í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur. En stundum þrýtur Davíð þolinmæðina og þegar það gerist kallar hann yfir sig: „ALVINNN!!!“ Barnaefni Alvinnn!!! og íkornarnir Ný teiknimyndasyrpa – sería 2 16. mars Teiknimynd með íslensku tali um sex íkornakrakka og ævintýri þeirra Útgefandi: Myndform 88 mín VOD 16. mars 105 mín Aðalhl.: Burghart Klaußner, Ronald Zehrfeld og Michael Schenk Leikstjórn: Lars Kraume Útgefandi: Myndform VOD Sannsögulegt Fritz Bauer var fæddur árið 1903 og útskrifaðist sem lögmaður aðeins 25 ára að aldri árið 1928. Hann var mikill andstæðingur Hitlers og stefnu hans og neyddist til að flytja til Danmerkur árið 1935 og síðan til Svíþjóðar árið 1943. Eftir stríð flutti hann aftur til Þýskalands og hóf um leið þrotlausa leit að nasistum semvoru eftirlýstir vegna stríðsglæpa og höfðu flúið land. Stórmerkilegri og viðamikilli sögu Fritz Bauer verða ekki gerð skil í einni bíómynd en fyrir utan venjubundin störf sín sem lögfræðingur varð hann einn helsti höf- undur endurbættrar refsilöggjafar Þýskalands og samdi lög sem standa enn. Í þessari margföldu verðlaunamynd Lars Kraume er sögð hin sanna saga af því þegar Fritz komst á snoðir um dvalarstað Adolfs Eichmann og lagði á sig þá þrautargöngu að finna hann og koma honum í hendur Ísraelsmanna. Sú aðgerð varð hættulegri en hann sá fyrir enda vildu ekki allir landar hans finna Eichmann ... Der Staat gegen Fritz Bauer Leitin að Adolf Eichmann Það er Burghart Klaußner sem leikur Fritz Bauer í myndinni en hann hlaut þýsku kvikmyndaverðlaunin fyrir túlkun sína. Punktar ....................................... HHHH - The New York Times HHH 1/2 - R.Ebert HHH 1/2 - Screen HHH 1/2 - L.A. Times HHH - Variety l Der Staat gegen Fritz Bauer var tilnefnd til níu Lola-verðlauna (þýsku kvikmynda- verðlaunin) og hlaut þau fyrir bestu leik- stjórn, besta handrit, besta leik í aðalhlut- verki karla, bestu sviðshönnun, bestu búninga og sem besta mynd ársins. l Myndin gerist á árunum 1957 til 1960 en Fritz Bauer lést af völdum hjartaáfalls árið 1968, 64 ára að aldri. Hann er á meðal virtustu lögmanna Evrópu fyrr og síðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=