Myndir mánaðarins, mars 2018

28 Myndir mánaðarins Kidnap Hvað sem það kostar! Aðalhlutverk: Halle Berry, Lew Temple, Chris McGinn, Malea Rose, Sage Correa, Dana Gourrier og Justin Lebrun Leikstjórn: Luis Prieto Útgefandi: Myndform 94 mín Veistu svarið? Halle Berry lék í sinni fyrstu mynd, Jungle Fever , 25 ára gömul árið 1991 og hlaut Óskarinn 10 árum síðar fyrir túlkun sína á ekkjunni Leticiu Musgrove í myndinni Monster’s Ball eftir Marc Foster. En hvaða stökkbreyting lék hún síðar í X-Men -myndunum? Ororo Munroe / Storm. 23. mars l Myndin var öll tekin í New Orleans og nágrenni og er leikstýrt af Spánverjanum Luis Prieto sem árið 2002 varð fyrsti leikstjórinn til að hljóta verðlaun á Tribeca-kvikmyndahátíðinni sem Robert De Niro stofnaði til í New York það sama ár. Verðlaunin hlaut hann fyrir sína fyrstu mynd, stuttmyndina Bamboleho , en á meðal bíómynda sem Luis hefur síðan gert má nefna myndirnar Condón Express , Ho voglia di te , Meno male che ci se og hina ensku útgáfu myndarinnar Pusher sem Nicolas Winding Refn gerði upphaflega árið 1996. Karla Dyson er fráskilinmóðir sex ára stráks, Frankies, vinnur á veitingastað og er bara nokkuð sátt við lífið og tilveruna. Dag einn þegar hún á frí fer hún með Frankie í skemmtigarð en rétt eftir komuna þangað hringir síminn. Eftir stutt símtalið áttar Karla sig á að Frankie er horfinn og að honumhefur verið rænt! Þannig hefst þessi hraða spennu- og hasarmynd sem segja má að sé ein samfelld þeysireið frá upphafi til enda. Karla hefur að sjálf- sögðu þegar leit að Frankie og nógu snemma til að sjá hvar hann er dreginn upp í bíl sem síðan er ekið á brott. Karla reynir hvað hún getur til að stöðva bílinn en þegar það tekst ekki neyðist hún til að hefja eftirför. Því miður þá missti hún símann sinn þegar hún hékk á bíl ræningjans þannig að hún getur ekki gert lögreglunni viðvart og framundan er svakalegur eltingaleikur þar sem allt getur gerst ... Venjuleg ferð í skemmtigarðinn breytist í algjöra martröð fyrir Körlu Dyson þegar syni hennar er rænt, nánast fyrir framan nefið á henni. Kidnap Karla reynir hvað hún getur til að stöðva bíl ræningjanna en allt kemur fyrir ekki og í framhaldinu neyðist hún til að hefja eftirför. Halle Berry leikur Körlu Dyson sem er ákveðin í að gefa ekkert eftir í æsilegum eltingaleiknum sem framundan er. Punktar .................................................... Spennumynd / Hasar HHH 1/2 - H. Reporter HHH 1/2 - Screen HHH 1/2 - Variety HHH 1/2 -Wrap HHH 1/2 - Entert.Weekly HHH - TimeOut VOD

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=