Myndir mánaðarins, mars 2018
30 Myndir mánaðarins Thelma Uppgötvaðu hvað þú ert Aðalhlutverk: Eili Harboe, Kaya Wilkins, Henrik Rafaelsen, Ellen Dorrit Petersen, Anders Mossling og Grethe Eltervåg Leikstjórn: Joachim Trier Útgefandi: Myndform 116 mín Veistu svarið? Leikstjóri myndarinnar Joachim Trier (já, hann er skyldur Lars von Trier) hefur sagt í viðtölum að ein af hans uppáhaldsmyndum sé myndin Don’t Look Now sem Nicolas Roeg sendi frá sér árið 1973. Hvaða leikarar fóru með aðalhlutverkin í henni? Julie Christie og Donald Sutherland. 23. mars l Thelma hefur eins og sést fengið afar góða dóma gagnrýnenda auk óteljandi verðlauna á kvikmyndahátíðum og hún var framlag Norð- manna til Óskarsverðlaunanna í ár sem besta erlenda mynd ársins. l Thelma er fjórða mynd leikstjórans Joachims Trier í fullri lengd en síðasta mynd hans, Louder Than Bombs , færði honum m.a. norsku Amanda-kvikmyndaverðlaunin fyrir leikstjórnina og handritið og til- nefningu til Gullpálmans í Cannes fyrir leikstjórnina. l Þess má geta til gamans að leikkonan Eili Harboe sem leikur Thelmu er á heimavelli í myndinni því hún stundar einmitt nám við sama skól- ann og Thelma gerir í myndinni. Thelma er nemandi í háskóla sem verður hrifin af samnem- anda sínum, Önju, en reynir að fara leynt með tilfinningar sínar til hennar enda hrædd við að opinbera kynhneigð sína. Við það losnar úr læðingi gríðarleg orka úr undirmeðvitund hennar sem hún hefur enga hugmynd um hvernig á að beisla. Thelma er tvímælalaust ein besta norska mynd síðasta árs og þótt víðar væri leitað og það er alveg óhætt að lofa þeim sem gaman gætu haft af dularfullum ráðgátummeð rómantísku ívafi og óvæntri framvindu og fléttumað þetta er mynd fyrir þá. Um leiðmá segja að Thelma sé einnig spennumynd enda kemur í ljós að orkan sem býr innra með Thelmu getur verið banvæn við ákveðnar aðstæður ... Joachim Trier leikstjóri og aðalleikona myndarinnar, Eili Harboe, en hún þykir túlka Thelmu á óaðfinnanlegan hátt í myndinni. Thelma Þær Thelma og Anja verða elskendur en það eykur verulega þá innri spennu sem sú síðarnefnda finnur sífellt til vegna tilfinninga sinna. Óhætt er að lofa að framvindan í Thelma kemur hressilega á óvart. Hér er Henrik Rafaelsen í einu atriði hennar. Punktar .................................................... Sálfræðidrama / Fantasía / Ráðgáta HHHH 1/2 - E.W. HHHH - Indiewire HHHH - TheTelegraph HHHH - Total Film HHHH - Variety HHHH 1/2 - H. Reporter HHH 1/2 - Los Angeles Times HHH 1/2 - The New York Times VOD
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=