Myndir mánaðarins, mars 2018
32 Myndir mánaðarins The Killing of a Sacred Deer Einhver verður að borga Aðalhlutverk: Colin Farrell, Nicole Kidman, Alicia Silverstone, Barry Keoghan, Raffey Cassidy, Sunny Suljic og Bill Camp Leikstjórn: Yorgos Lanthimos Útgefandi: Myndform 121 mín Veistu svarið? Leikstjórinn Yorgos Lanthimos er á meðal sérstæð- ustu leikstjóra heims enda vekja myndir hans alltaf mikið umtal. Svo var einmitt um síðustu mynd hans, The Lobster , sem Colin Farrell lék einnig í en hver lék aðalkvenhlutverkið í þeirri mynd? Rachel Weisz. 28. mars l Leikstjóri myndarinnar, Yorgos Lanthimos, sækir innblásturinn að sögunni í The Killing of a Sacred Dear í grískan harmleik umAgamemn- on konung, bróður Menelaus eiginmanns hinnar fögru Helenu sem París nam á brott og tók með sér til Tróju. Eftir að Agamemnon móðgar gyðjuna Artemis neitar hún honum um vind í seglin svo hann geti siglt flota sínum til Tróju nema hann fórni dóttur sinni, Iphigeniu. Agamemnon átti engra kosta völ og ákvað að fórna dótturinni en rétt áður en það gerðist breytti Artemis henni í dádýr sem Agamemnon drap þá í staðinn fyrir hinn mannlega líkama dóttur sinnar. l Þetta er í annað sinn sem Colin Farrell leikur aðalkarlhlutverkið í mynd eftir Yorgos Lanthimos en það gerði hann einnig í The Lobster . Í fyrstu virðist sem líf hjartaskurðlæknisins Stevens Murphy og fjölskyldu hans gæti vart verið betra enda hafa þau allt til alls. En Steven byrgir inni mistök úr fortíðinni og þegar ungur drengur að nafni Martin leggur á hann bölvun neyðist Steven til að horfast í augu við leyndarmál sitt og gera mistökin upp. Þessi nýjasta mynd gríska leikstjórans Yorgos Lanthimos hefur vak- ið óskipta athygli og hlotið frábæra dóma þeirra sem kunna að meta stíl hans, en segja má aðmyndir hans einkennist af því að þær gerast í öðrum raunveruleika en við þekkjum, nokkurs konar hlið- arveröld. Svo er einnig með söguna í The Killing of a Sacred Dear sem eins og aðrar sögur Yorgos situr lengi í minni áhorfandans ... Colin Farrell leikur hjartaskurðlækninn Steven sem þarf ásamt fjöl- skyldu sinni að gjalda fyrir mistök sem hann gerði fyrir tíu árum. The Killing of a Sacred Deer Eiginkonu Stevens, Önnu (Nicole Kidman), er brugðið þegar hún uppgötvar hið hræðilega leyndarmál út fortíð Stevens. Barry Keoghan leikur örlagavaldinn í sögunni, hinn unga Martin, sem leggur álög á Steven og fjölskyldu hans uns hann fær uppgjör. Punktar .................................................... Sálfræðitryllir HHHHH - Empire HHHHH -H. Reporter HHHHH - Telegraph HHHH 1/2 - Screen HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - R. Stone HHHH 1/2 - CineVue HHHH 1/2 -Guardian HHHH 1/2 - T. Film VOD
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=