Myndir mánaðarins, mars 2018

34 Myndir mánaðarins Nýir teiknimyndaþættir, byggðir á hinni sígildu bók um Heiðu eftir sviss- neska rithöfundinn Johönnu Spyri, en hún kom upphaflega út árið 1881. Bók Johönnu Spyri umHeiðu er þjóðargersemi í Sviss enda eitt þekktasta bókmenntaverk Svisslendinga fyrr og síðar. Sagan er eins og flestir vita um hina sex ára gömlu og munaðarlausu Heiðu sem flytur upp í Alpana til afa síns, en hann er sérvitur einsetumaður, hvumpinn og önugur við flesta sem hann hittir. En koma Heiðu á fljótlega eftir að gjörbreyta viðhorfum hans til lífsins enda getur enginn verið í vondu skapi lengi sem hefur þessa lífsglöðu, skemmtilegu og snjöllu stúlku sér við hlið. Heiða Saga um hugljúfa stúlku sem bætir allt og alla 28. mars 87 mín Teiknimyndir með íslensku tali um hina góðhjörtuðu og síglöðu Heiðu Útgefandi: Myndform l Þessi útgáfa inniheldur þætti 25 til 28 í seríunni en fyrri þættirnir, þættir 1 til 24, ættu allir að vera enn fáanlegir á VOD-leigunum. Punktar ........................................................................................... VOD Teiknimyndir Þessir nýju teiknimyndaþættir um Heiðu þykja alveg einstaklega vel gerðir. 28. mars 83 mín Aðalhlutverk: Amalia Holm, Molly Nutley og Felice Jankell Leikstjórn: Daniel di Grado Útgefandi: Myndform VOD Tryllir Alena er rólynd stúlka sem kemur til dvalar og náms í dýrum einkaskóla fyrir stúlkur. Vegna þess hversu hlédræg hún er vekur hún fljótlega andúð Filippu skólasystur sinnar sem byrjar að áreita hana við hvert tækifæri og veit auðvitað ekki að Alena á vin sem lætur ekki bjóða henni hvað sem er! Alena er fyrsta mynd sænska leikstjórans Daniels di Grado í fullri lengd og hefur hún fengið fína dóma í heimalandinu. Sagt er að hann sæki dálítið stílinn í myndir Brians De Palma enda er sagan semmyndin er byggð á ekki ósvipuð sögunni um Carrie eftir Stephen King sem Brian kvikmyndaði einmitt eins og allir vita 1976. Myndin hefst á tiltölulega rólegum nótum en þegar um það bil 30 mínútur eru liðnar af henni tekur atburðarásin algjörum stakkaskiptum enda er þá bestu vinkonu Alenu, Josefin, nóg boðið og ákveður að grípa til sinna ráða ... Alena Ekki reita hana til reiði Þessi sænski tryllir hefur fengið góða dóma og á eftir að skjóta mörgum skelk í bringu. Punktar ............................................................................................ l Myndin er byggð á samnefndri teiknimyndasögu eftir KimW. Andersson. Alena – Heiða

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=