Myndir mánaðarins, mars 2018

8 Myndir mánaðarins Það skiptir miklu að reyna alltaf að sjá björtu hliðina á öllu og vera í góðu skapi og jákvæð, jafnvel í erfiðleikum. Ég trúi því að afstaða manns til hlutanna komi fram í andlitinu smám saman eftir því sem við eldumst. - Julia Roberts. Þegar ég var strákur þá fékk ég mikinn áhuga á því þegar mér var sagt að fólk notaði í raun ekki meira en 10% af heilanum. Ég varð mér úti um fróðleik um þetta því mig langaði svo að prófa hvernig það væri að nota 20%. Það er kannski út af þessu sem ég varð eitthvað skrítinn. - Owen Wilson. Ég er meiri Íri en Englendingur. - Kenneth Branagh, sem fæddist og ólst upp í Belfast en flutti ásamt fjölskyldu sinni til Englands þegar hann var níu ára árið 1969 . Ég byrjaði ekki að leika vegna þess að mig langaði að leika heldur var það besta leiðin til að vera í félagsskap annarra, en ég sóttist eftir því þegar ég var ungur. Vildi ekki vera einn. Seinna fór ég svo að hafa gaman af leiknum sjálfum. - Willem Dafoe . Nei, ég ætlaði ekki að verða leik- kona þegar ég var lítil. Ég ætlaði að vinna í dýragarði. En svo kom í ljós að ég hef ofnæmi fyrir dýra- hárum, sérstaklega kattarhárum. Þar fór sú framtíð. - Daisy Ridley . Ég vona að ég þurfi aldrei að draga mig í hlé. Ég verð að hafa eitthvað að gera, ég get ekki hugsað mér að vakna einhvern morguninn með ekkert á dagskránni. - Michelle Pfeiffer . Ég er einn af þessum leikurum sem verða að taka sér frí á milli verkefna til að losna endanlega við áhrifin af síðustu persónunni sem maður lék. Ég kalla það að vera í sjálfslæsingu því þá þarf ég bara að fá að vera einn með sjálfum mér einhvers staðar. - Domhnall Gleeson. New York. Það er satt sem þeir segja að hún sefur aldrei, það er alltaf eitthvað í gangi. Og fjöl- breytnin er endalaus. Ég elska þessa borg, elska að vera þar. - Margot Robbie, spurð hvað henni finnist best við Bandaríkin. Hann er svo mikil stjarna að hann hefur þurft að læra hvernig hann fer að því að láta fólkið í kringum hann líta á hann sem jafningja. - Bella Heathcote um Johnny Depp. Ég elska að elda og þó ég segi sjálfur frá þá er ég frábær kokkur. - Luke Evans . Ég efast um að það sé til kona í veröldinni sem fengi leiða á því að vera líkt við Marilyn Monroe. - Christina Hendricks, um hvort henni sé illa við að vera líkt við Marilyn Monroe . Sko, það eru auðvitað fjölmargir sem mér finnst góðir en ef fólk vill læra um leiklist þá ætti það að skoða nokkrum sinnum hvernig Bruce Dern leikur persónu sína í Nebraska ... hvernig hann gjör- samlega dettur inn í karakterinn og gefur fólk innsýn í alla hans ævi með látbragðinu einu saman. Leikur hans í þessari mynd er eitt það besta sem ég hef séð. - Diane Lane , spurð að því hvort hún eigi sér uppáhaldsleikara . Það er bara innbyggt í mig ein- hvern veginn að mér finnst eins og það þurfi að vera húmor í öllu, jafnvel alvarlegustu aðstæðum. Ég reyni alltaf að finna það fyndna. - Taika Waititi, leikstjóri myndar- innar Thor: Ragnarök sem mörg- um þykir fyndnasta ofurhetju- myndin til þessa . Já, mig langar til að leika Jimi Hendrix. - Chadwick Boseman, um hvort hann eigi sér eitthvert drauma- hlutverk . Já, ég fékk á mig alls konar gagn- rýni. Ég var of hávaxin, of mjó, með of lítil brjóst og of stóran haus ... og ekki nógu góð leikkona ... og ég veit ekki hvað. En ef maður hlustaði á svona þá gæti maður bara farið strax í gröfina. - Gal Gadot um viðbrögðin við því þegar hún fékk hlutverk Díönu Prince, eða Wonder Woman. Af einhverjum ástæðum geng- ur mér best að vinna með sér- vitringum, því meiri því betra. - Nicole Kidman .

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=