Myndir mánaðarins, apríl 2018 - Bíó
12 Myndir mánaðarins Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Adrift , var frumsýnd um miðjan mars og hefur vakið mikla athygli. Myndin, sem byggð er á sannsögulegum atburðum, er með þeim Shailene Woodley og Sam Claflin í hlutverkum Tamiar Oldham og Richards Sharp sem í október árið 1983 tóku að sér að sigla 44 feta skútu, Hazana, frá Tahiti-eyju í Pólýnesíu til viðtakenda í San Diego, um 6.500 kílómetra leið yfir opið Kyrrahafið. Þau gátu auðvitað ekki séð fyrir að á nítjánda degi ferðarinnar myndu þau lenda í miðjum fellibylnum Raymond sem í ofanálag varð öflugasti fellibylur ársins. Þeim Tami og Richard tókst með herkjum að halda skútunni á réttum kili en í baráttunni stórslasaðist Richard og öll stjórn- og siglingatæki skútunnar eyðilögðust, svo og matarbirgðir. Það varð þeim báðum því strax ljóst að þeirra beið ekkert nema dauðinn nema þau fyndust fljótlega en á því voru hverfandi líkur. Adrift verður frumsýnd í byrjun júní í kvikmyndahúsum heimsins. Fyrsta stiklan úr Adrift Næsta kafli sögu J. K. Rowling umNewt Scamander ogævintýri hans sem við kynntumst fyrst í Fantastic Beasts and Where to Find Them er nú kominn vel á seinni helminginn í vinnslu en hún á að vera tilbúin til frumsýningar um miðjan nóvember. Eddie Redmayne leikur Newt að sjálfsögðu aftur og til baka úr fyrri myndinni snúa einnig karakterar eins og þau Tina Gold- stein, Queenie Goldstein og Jacob Kowalski sem eru leikin af Katherine Waterston, Alison Sudol og Dan Fogler. Auk þess blandast bróðir Newts, Thaddeus, inn í málin og Ólafur Darri Ólafsson kemur við sögu í hlutverki karaktersins Skenders. Í myndinni er sagt frá því þegar hinn vondi Gellert Grindelwald sleppur úr haldi töfrayfirvalda í Bandaríkjunum og byrjar að skipuleggja á ný yfirráð sín yfir galdraheimum. Við það verður ekki unað og þegar Albus Dumbledore biður Newt um aðstoð til að fanga Gellert aftur getur hann ekki vikið sér undan þótt áhættan sé mikil. Það er Johnny Depp sem fer með hlutverk Gellerts og Jude Law leikur Dumbledore og eru áhugasamir hvattir til að skoða nýútkomna og stórskemmtilega stikluna. Hver mun standa gegn Gellert? Gríndrottningin Amy Schumer mætir að öllum líkindum á hvíta tjaldið í maí með nýjustumynd sína, I Feel Pretty , en hún segir frá Renee Barrett sem er hálf niðurlút og döpur yfir því að vera ekki jafn flott í laginu og fyrirsætur á borð við Naomi Campell. Hún er samt alltaf að reyna og dag einn þegar hún er á fullu í líkams- ræktinni dettur hún á höfuðið og rotast. Þegar hún rankar við sér kemur í ljós að eitthvað hefur farið úrskeiðis því hún sér nú sjálfa sig allt í einu sem eina af fegurstu konum heims og byrjar að haga sér samkvæmt því. Spurning hvort það virki til lengdar! Fegursta kona heims Það er ekki hægt að segja annað en að þær Mila Kunis og Kate McKinnon fari á kostum í fyrstu stiklu myndarinnar The Spy Who Dumped Me sem var frumsýnd fyrir skömmu en myndin kemur í bíó í ágúst ef áætlanir standast. Þetta er að sjálfsögðu gamanmynd en hún segir frá tveimur vinkonum sem lenda í kröppum dansi eftir að önnur þeirra, Audrey, hittir mann sem reynist síðan vera njósnari sem margir hafa áhuga á að koma fyrir kattarnef. Vegna kynna þeirra verður Audrey sjálf að skotmarki morðingjanna svo og besta vinkona hennar, Morg- an, sem dregst inn í málið. Með önnur helstu hlutverk fara þau Justin Theroux, Gillian Anderson og enginn annar en okkar maður, Ólafur Darri Ólafsson, en hann leikur ónafngreindan mann sem óvíst er hvort standi með stúlkunum eða ekki. Lífshætta framundan Bíófréttir – Væntanlegt
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=