Myndir mánaðarins, apríl 2018 - Bíó

14 Myndir mánaðarins Þetta eru þær Diane Keaton, Candice Bergen, Jane Fonda og Mary Steenburgen sem leika ásamt Andy Garcia, Craig T. Nel- son, Don Johnson og Richard Dreyfuss aðalhlutverkin í mynd- inni Book Club sem væntanleg er í bíóhúsin í maí. Þær leika hér æskuvinkonurnar Diane, Sharon, Vivian og Carol sem hafa allar upplifað með árunum að blossinn í sambandi þeirra við karlmenn hefur orðið daufari og daufari. Þetta breytist hins vegar snarlega þegar þær lesa bókina Fifty Shades of Grey sem fyllir þær allar löngun til að endurnýja kynni sín af ástinni eins og hún gerðist best og lostafyllst. Vandamálið er hvernig þær eigi að fá karlana í lífi sínu til að vilja það sama því ekki lesa þeir bókina og ef þær eru kannski ekki neinar Anastasíur Steele þá eru þeir enn lengra frá því að vera Christianar Grey. Hvað geta þær gert? Hvað var það aftur sem kveikir upp í körlum? Lengi lifir í gömlum glæðum Í ágúst mun Disney-kvikmyndarisinn senda frá sér myndina Christopher Robin en hún sækir innblásturinn í sögurnar um Bangsímon. Sagan í myndinni er þó allt öðruvísi en þær voru í bókunum enda er hún ný og gerist þegar Christopher Robin, sonur rithöfundarins Alans Alexander Milne sem skrifaði bækurnar um Bangsímon og notaði son sinn sem fyrirmynd að vini hans, er orðinn fullorðinn, kominn með fjölskyldu, býr í London og er eiginlega búinn að gleyma þessum æskuvini sínum. Í stað glaðværðarinnar sem einkenndi æskuár hans er Christopher nú orðinn frekar niðurlútur og dapur enda finnst honum framtíð sín hjá fyrirtækinu sem hann vinnur hjá ekkert allt of björt. En dag einn þegar hann sest á bekk í einum garðinum heyrir hann rödd ávarpa sig og verður ekkert lítið undrandi þegar hann sér að þarna er Bangsímon kominn, til- búinn að rifja upp gleði æsku þeirra og upplifa ný ævintýri. Gamlir félagar hittast á ný Eins og við höfum áður minnst á hér í blaðinu er ný Disney- mynd um Mary Poppins væntanleg í desember næstkomandi og þeir eru vafalaust margir sembíða eftir að endurnýja kynnin en fyrri myndin, sem var gerð árið 1964 er fyrir löngu orðin sígild. Í mars var fyrsta stiklan úr myndinni frumsýnd og þótt hún sé hvorki ítarleg né löng munu aðdáendur gömlu myndar- innar sjá að hér verður farin sú leið að endurskapa andrúmsloft þeirrar myndar eins vel og hægt er. Kíkið endilega á þessa stiklu. Fyrsta stiklan úr Mary Poppins Returns Það spá því margir að ein af stóru sumarmyndunum í ár verði myndin Ocean’s 8 eftir Gary Ross sem gerði síðast hina þræl- góðu mynd Free State of Jones og á einnig að baki myndirnar Pleasantville , Seabiscuit og fyrstu The Hunger Games -myndina. Eins og nafnið bendir til sækir Ocean’s 8 innblásturinn í mynd Stevens Soderbergh frá árinu 2001, Ocean’s Eleven , sem sagði frá bíræfnu en snilldarlega útfærðu ráni manna Dannys Oceans á milljónum dollara úr fjárhirslum spilavítis í Las Vegas. Í þessari mynd snýst sagan um systur Dannys, Debbie Oceans, sem er eins og bróðir sinn snjöll að skipuleggja hluti og harðákveðin í að ræna hálsfesti sem er 150 milljón dollara virði. Vandamálið er að festina er aðeins hægt að nálgast þegar hún er á hálsi leik- konunnar Daphne Kluger. Er Debbie jafnsnjöll ogbróðir hennar? Af því það er hægt Bíófréttir – Væntanlegt

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=