Myndir mánaðarins, apríl 2018 - Bíó
16 Myndir mánaðarins A Quiet Place Ekki gefa frá þér eitt einasta hljóð! Aðalhlutverk: Emily Blunt, John Krasinski, Noah Jupe, Leon Russom, Millicent Simmonds og Cade Woodward Leikstjórn: John Krasinski Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó 95 mín Ethan Hawke. Frumsýnd 6. apríl l Þetta er í fyrsta sinn sem hjónin John Krasinski og Emily Blunt leika saman í bíómynd ef frá er talin myndin The Muppets árið 2011 þar sem þau léku reyndar hvort í sínum atriðunum en ekki saman. A Quiet Place gerist í náinni framtíð þegar einhvers konar óvættir hafa náð jörðinni á sitt vald og útrýmt meirihluta mannkyns. Þeir sem eftir lifa eru í bráðri lífshættu og þurfa að gæta þess að gefa ekki frá sér nein hljóð því ef þau gera það þá ráðast þessi skrímsli á þau. En hvernig er hægt að lifa án þess að gefa nokkurn tíma frá sér hljóð? Svar: Það er ekki hægt. Þegar þetta er skrifað hefur tryllirinn The Quiet Place bara verið sýndur á prufusýningum og benda viðbrögðin eindregið til að hér sé á ferðinni einhver mest spennandi mynd síðari ára en hún er sögð halda áhorfendum rígföstum frá upphafi til enda. Handritið, sem er eftir þá Bryan Woods og Scott Beck, þykir mikil snilld en það var á topp tíu-lista bandarískra handritshöfunda árið 2016, svoköll- uðum Tracking Board-lista, þar sem finna má þau handrit sem samtökin telja þau bestu hverju sinni og hafa ekki verið kvikmynd- uð. Sagt er að John Krasinski hafi hrifist mjög af þessu handriti (sem innihélt upphaflega bara eina línu af mæltu máli), svo og eiginkona hans, leikkonan Emily Blunt, og ákváðu þau að taka sjálf að sér aðalhlutverkin eftir að John var ráðinn sem leikstjóri. Af þeim dómum gagnrýnenda sem hafa birst eftir prufusýning- arnar er alveg ljóst að fólk sem kann að meta góðar spennumyndir og trylla á von á góðu þegar A Quiet Place kemur í bíó 6. apríl ... John Krasinski bæði leikstýrir myndinni og leikur eitt aðalhlutverkið, föðurinn Lee sem þarf stöðugt að hafa áhyggjur af því að börn hans og eiginkonunnar, Evelyn, gefi frá sér hljóð – sem yrði þeirra bani. Emily Blunt leikur Evelyn og hin unga og stórefnilega Millicent Simmonds leikur hina heyrnarlausu dóttur hennar, Regan. A Quiet Place Miðað við það orð sem fer af The Quiet Place er ljóst að hún á eftir að ganga vel í alla unnendur spennumynda og trylla. Tryllir Punktar .................................................... Veistu svarið? Aðalframleiðendur myndarinnar eru þeir Michael Bay og félagarnir Andrew Form og Bradley Fuller sem hafa m.a. sérhæft sig í gerð spennutrylla og framleiddu t.d. Purge -myndirnar tvær. Hvaða leikari fór með aðalkarlhlutverkið í fyrri Purge -myndinni?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=