Myndir mánaðarins, apríl 2018 - Bíó
29 Myndir mánaðarins Super Troopers 2 Það var kominn tími til! Aðalhlutverk: Jay Chandrasekhar, Kevin Heffernan, Steve Lemme, Paul Soter, Erik Stolhanske, Rob Lowe, Lynda Carter og Brian Cox Leikstjórn: Jay Chandrasekhar Bíó: Smárabíó og Háskólabíó 100 mín Wonder Woman. Frumsýnd 27. apríl l Eftir að fyrri Super Troopers -myndin sló í gegn árið 2001 gaf Broken Lizard-gríngengið, þ.e. þeir sem léku lögreglumennina fimm, það út að gerð yrði mynd númer tvö. Fyrst var talað um að hún yrði ekki framhald heldur forsaga þar sem feður fimmmenninganna yrðu aðalpersónurnar en smám saman breyttist sú hugmynd yfir í þá sem hér er loksins orðin að veruleika, sautján árum síðar. l Til að fjármagna gerð myndarinnar fóru fimmmenningarnir í sam- starf við fjármögnunarvefinn Indiegogo í mars 2015 og var markið sett á að safna tveimur milljónum dollara. Það náðist með glans á aðeins 26 klukkustundum og þegar yfir lauk, mánuði síðar, var upphæðin komin í 4,4 milljónir dollara. Um leið varð þetta sjöunda best heppnaða fjármögnun Indiegogo frá upphafi. l Fyrri Super Troopers -myndin á sér marga aðdáendur og við hvetj- um bæði þá og alla aðra til að skoða sprenghlægilega „Red Band“- stikluna úr nýju myndinni sem finna má m.a. á YouTube.com. Fimmmenningarnir í Broken Lizard-gríngenginu mæta aftur í bíó 27. apríl sem löggurnar Thorny, Foster, Mac, Rabbit og Farva semgerðu það gott í hinni farsakenndu og fyndnu Super Troopers árið 2001 oghafa nú fengiðnýtt og krefjandi verkefni. Í þetta sinn kemur í ljós að landmælingar á spildu einni sunnarlega í Québec í Kanada hafa verið rangar því nýjar mælingar sýna að hún tilheyrir að öllum líkindum Vermont-ríki Bandaríkjanna. Á meðan endanlega er skorið úr um eignarhaldið fyrir dómstólum er svæðið lýst hlutlaust og felst verkefni okkar manna í því að koma upp nýrri eftirlitsstöð á því. Þessu kunna íbúar svæðisins frekar illa og þá ekki síst hin kanadíska sveit landamæravarða sem lítur á allt bandarískt sem óvelkomna aðskotahluti. Það má því segja að andrúmsloftið á svæðinu verði í framhaldinu lævi blandið og óvenjulega eldfimt ... Löggurnar kostulegu, Farva, Mac, Thorny, Rabbit og Foster eru sem fyrr leiknar af þeim Kevin Heffernan, Steve Lemme, Jay Chandrasekhar, Erik Stolhanske og Paul Soter en þeir skipa einnig gríngengið Broken Lizard. Super Troopers 2 Gamanmynd Punktar .................................................... Veistu svarið? Ríkisstjóri Vermont, Jessman, blandar sér að sjálf- sögðu inn ímálineinsog í fyrrimyndinni oger einsog þá leikin af Lyndu Carter. Lynda á langan leikferil að baki en sló upprunalega í gegn í sjónvarpsþáttum um eina af ofurhetjum DC-Comics. Hvaða þáttum? Fyrir utan löggurnar fimm koma bæði gamlir kunningjar úr fyrri myndinni og nýjar persónur við sögu, þar á meðal bæjarstjórinn Guy Le Franc sem Rob Lowe leikur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=