Myndir mánaðarins, apríl 2018 - Leigan

29 Myndir mánaðarins Father Figures Leitin að pabba Aðalhlutverk: Owen Wilson, Ed Helms, Glenn Close, J.K. Simmons, Ving Rhames, Christopher Walken, Terry Bradshaw og Katt Williams Leikstjórn: Lawrence Sher Útgefandi: Síminn og Vodafone 113 mín The Office. 30. apríl l Terry Bradshaw, sem leikur sjálfan sig í Father Figures , er fyrrverandi fyrirliði Pittsburgh Steelers í bandaríska fótboltanum og var á há- tindi ferils síns á áttunda áratug síðustu aldar þegar Steelers urðu fjórum sinnum Bandaríkjameistarar á sex árum. Terry lagði hjálm- inn á hilluna árið 1983 og hefur síðan verið lykilmaður í lýsingum bandarísku sjónvarpsstöðvanna á bandaríska fótboltanum og vin- sæll álitsgjafi, enda fjallhress og skemmtilegur náungi. l Þetta er fyrsta mynd kvikmyndatökustjórans Lawrence Sher sem leikstjóra en handritshöfundur er Justin Malen sem skrifaði m.a. einnig handrit gamanmyndarinnar Office Party . Tvíburarnir Kyle og Peter eru í brúðkaupi móður sinnar þegar hún ljóstrar því loksins upp að hún hefur alla tíð logið því að þeim að faðir þeirra sé dáinn. Í raun hefur hún ekki hugmynd um hver hann var og að hann gæti þess vegna enn verið á lífi. Gamanmyndin Father Figures skartar í aðalhlutverkum tveimur af skemmtilegustu gamanleikurum Bandaríkjanna, Owen Wilson og Ed Helms, ásamt Glenn Close, J.K. Simmons, Ving Rhames og fót- boltastjörnunni fyrrverandi en sívinsælu, Terry Bradshaw. Þegar þeir Kyle og Peter átta sig á því að faðir þeirra gæti enn verið á lífi kemur ekkert annað til greina en að halda í leiðangur og finna hann. Með gamla ljósmynd af móður þeirra í farteskinu og óljósa staðsetningu hennar þegar þeir komu undir leggja þeir í hann en komast brátt að því að leitin er mun flóknari en þeir voru að vona ... Þegar tvíburarnir Kyle og Peter komast að því að faðir þeirra er kannski enn á lífi leggja þeir í leiðangur til að finna hann. Terry Bradshaw leikur sjálfan sig í myndinni, en hann man vel eftir móður bræðranna og getur kannski komið þeim á sporið. Father Figures J.K. Simmons leikur hinn skapmikla Ronald sem gæti verið faðirinn. Veistu svarið? Ed Helms var búinn að vera nokkur ár í bransanum þegar segja má að hann hafi slegið í gegn á tvenn- um vígstöðvum í einu, annars vegar í Hangover - myndunum og hins vegar sem Andy Bernard í þekktum sjónvarpsþáttum. Hvaða þáttum? Punktar .................................................... Gamanmynd VOD

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=