Myndir mánaðarins, maí 2018 - Bíó

19 Myndir mánaðarins Bókmennta- og kartöflubökufélagið Hvað gerðist í Guernsey? Aðalhlutverk: Lily James, Matthew Goode, Michiel Huisman, Jessica Brown Findlay, Tom Courtenay, Glen Powell, Penelope Wilton og Katherine Parkinson Leikstjórn: Mike Newell Bíó: Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri 124 mín Four Weddings and a Funeral. Frumsýnd 9. maí l Myndin er byggð á metsölubókinni The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society eftir þær Mary Ann Shaffer og Annie Barrows, en hún kom upphaflega út árið 2008 og síðan hjá Bjarti bókaútgáfu tveimur árum síðar í íslenskri þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur. l Fjögur af þeim sem fara með stærstu hlut- verkin í myndinni, þau Lily James, Jessica Brown Findlay, Matthew Goode og Penelope Wilton, léku öll í Downton Abbey . Juliet Ashton er ungur og upprennandi rithöfundur í London árið 1946 sem í gegnum bréfaskipti við einn af meðlimum Bókmennta- og karöflubökufélags Guernsey-eyju fær mikinn áhuga á að kynna sér reynslu eyjaskeggja eftir að Þjóðverjar hertóku Guernsey í síðari heimsstyrjöldinni. Svo fer að hún ákveður að skella sér í heimsókn og skoða málið persónulega. Það er ekki hlaupið að því að flokka mynd eins og Bókmennta- og kartöflubökufélagið í hina venjubundnu kvikmyndaflokka því um leið og hún byggir á sönnum og sögulegum atburðum inniheldur hún bæði grín, rómantík og dularfulla ráðgátu um atburði í síðari heimsstyrjöldinni sem eru hreint ekkert fyndnir. En þegar öllu er á botninn hvolft er myndin kannski fyrst og fremst um ást og vinskap enda hafa margir gagnrýnendur flokkað hana sem „feel good“-sögu, þ.e. einkar ánægjulega sögu sem skilur eftir sig góða og ríka tilfinningu hjá áhorfendum. En hvernig svo sem henni er lýst þá má fullyrða að hér er á ferðinni mynd fyrir flesta kvikmynda- unnendur og þá kannski alveg sérstaklega fyrir þá sem kunna að meta breskar sögur og kvikmyndagerð eins og hún gerist best ... Lily James leikur rithöfundinn Juliet Ashton sem ákveður að fara til Guernsey og rannsaka hinar ýmsu sögur um samfélagið þar. Um leið og Juliet uppgötvar hvað íbúarnir á Guernsey þurftu að ganga í gegnum í hernáminu þarf hún að takast á við eigin tilfinningar. Bókmennta- og kartöflubökufélagið Meðlimir Bókmennta- og kartöflubökufélagsins eru á öllum aldri og hér fær Juliet að bragða í fyrsta sinn á samnefndri böku. Gamanmynd / Rómantík / Saga Punktar .................................................... Veistu svarið? Leikstjóri myndarinnar, Mike Newell, á að baki margar góðar myndir eins og Donnie Brasco , Dance with a Stranger , Mona Lisa Smile og ekki síst eina vinsælustu bresku gamanmynd allra tíma sem var frumsýnd árið 1994. Hvaða mynd er það?

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=