Myndir mánaðarins, maí 2018 - Bíó
20 Myndir mánaðarins I Feel Pretty Fegurðin kemur innan frá Aðalhlutverk: Amy Schumer, Michelle Williams, Emily Ratajkowski, Tom Hopper, Aidy Bryant, Busy Philipps, Lauren Hutton og Naomi Campbell Leikstjórn: Abby Kohn og Marc Silverstein Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó, Eyjabíó, Króksbíó, Skjaldborgarbíó og Bíóhöllin Akranesi 110 mín Dawson’s Creek. Frumsýnd 11. maí l Leikstjórar myndarinnar, þau Abby Kohn og Marc Silverstein, hafa lengi starfað saman sem handritshöfundar og skrifuðu m.a. handrit myndanna Never Been Kissed , The Vow og How to Be Single . Þau skrifa einnig handritið að I Feel Pretty en þetta er í fyrsta sinn sem þau leikstýra einnig saman. Renee Bennett er ung kona sem er óánægð með eigið útlit og gerir sér lífið leitt með draumum um að líta út eins og fyrir- sætur á borð við Naomi Campell, Emily Ratajkowski og fleiri slíkar. Dag einn þegar hún er á fullu í ræktinni dettur hún af hjólinu, rekur höfuðið harkalega í og rotast. Þegar hún rankar við sér hefur sýn hennar á líkama sinn og útlit gjörbreyst. Það hefur oft verið sagt að hin sanna fegurð hverrar persónu komi innan frá því þótt fagurt útlit skemmi svo sem ekki fyrir þá er það samt sem áður bara umbúðir utan um raunveruleikann. Þetta er kjarninn í þessari nýju gamanmynd grínistans Amyar Schumer. Eftir að Renee rankar við sér eftir slysið í ræktinni og sér sig í spegli sér hún sig ekki eins og áður heldur sér hún bara gullfallega konu sem gefur helstu ofurfyrirsætum heims ekkert eftir í útliti og lík- amsvexti nema síður sé. Þetta gjörbreytir samstundis allri fram- komu hennar sem í stað þess að einkennast af óöryggi og feimni verður nú allt í einu geislandi af sjálfstrausti og öryggi konu sem hefur ekki nokkrar einustu áhyggjur af því hvernig hún lítur út og efast ekki lengur í eina sekúndu um hæfileika sína á öllum sviðum. En hvað gerist þegar áhrifin af höfuðhögginu hverfa? Renee ásamt bestu vinkonum sínum, Vivian (Aidy Bryant) og Jane (Busy Philipps), en þeim finnst öllum frekar fúlt að karlar á stefnu- mótasíðunum horfa bara á myndina en lesa aldrei prófílinn. Geislandi af fegurð, sjálfsáliti, innri styrk og hæfileikum sækir Renee um starf hjá umboðsfyrirtæki fyrirsætna þar sem þær Helen og Avery (Naomi Campell og Michelle Williams) taka á móti henni. I Feel Pretty Þegar Renee speglar sig eftir að hafa rankað úr rotinu sér hún sig skyndilega sem eina fegurstu konu heims, öfugt við áður. Gamanmynd Punktar .................................................... Veistu svarið? Þær Michelle Williams og Busy Phillips sem hér leika saman í bíómynd í fyrsta sinn hafa verið nánar vinkonur allt frá 1997 þegar þær hittust fyrst og léku saman í þekktum sjónvarpsþáttum sem urðu mjög vinsælir á Íslandi. Hvaða þáttum?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=