Myndir mánaðarins, maí 2018 - Bíó

22 Myndir mánaðarins Deadpool 2 Búðu þig undir endurkomu ársins! Aðalhlutverk: Ryan Reynolds, Josh Brolin, Zazie Beetz, T.J. Miller, Terry Crews, Eddie Marsan, Bill Skarsgård, Morena Baccarin, Julian Dennison og Shioli Kutsuna Leikstjórn: David Leitch Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíóin Egilshöll, Kringlunni og Keflavík, og Borgarbíó Akureyri 118 mín Weasel. Frumsýnd 16. maí l Leikstjóri Deadpool 2 er David Leitch sem síðast sendi frá sér myndina Atomic Blonde en hann á einnig langan feril að baki sem áhættuleikari og sem aðstoðarleikstjóri mynda eins og John Wick , Jurassic World , Captain America: Civil War og The Wolverine . Handritshöfundar eru hins vegar þeir sömu og síðast, Rhett Reese og Paul Wernick, auk Ryans Reynolds sem er meðhöfundur þess. l Söguþræði myndarinnar hefur verið haldið leyndum og það eina sem vitað er umhann þegar þetta er skrifað er það sem kemur fram í stiklunum. Þær eru hins vegar þannig fram settar að atburðarásin er langt frá því að vera skýr – sem er auðvitað bara hið besta mál fyrir þá sem vilja ekki vita of mikið þegar þeir fara á myndina í bíó. l Fyrri Deadpool -myndin sem var frumsýnd í febrúar 2016 kostaði í framleiðslu 58 milljónir dollara en halaði síðan inn rúmlega 783 milljónir dollara í kvikmyndahúsum á heimsvísu. Þessi nýja mynd er sögð hafa kostað þrefalt meira, eða í kringum 175 milljónir dollara enda inniheldur hún að sögn mun tilkomumeiri atriði en sú fyrri. Stiklurnar úr Deadpool 2 og annað kynningarefni myndarinn- ar sem birst hefur á undanförnum mánuðum hefur slegið í gegn, enda um bráðskemmtilega brandara að ræða í flestum tilfellum sem tengjast hinum sérstaka húmor fyrri myndar- innar. Nýjasta stiklan, og sennilega lokastikla myndarinnar, sýnir hins vegar svo ekki verður um villst að nýja myndin er ekki bara fyndin heldur er hér sennilega um að ræða eina bestu og hröðustu hasarmynd sem sést hefur í bíó um árabil. Já, Wade Wilson, öðru nafni Deadpool, mætir á ný á hin hvítu tjöld kvikmyndahúsa heimsins þann 16. maí eins og hann byrjaði strax að boða eftir síðustu heimsókn. Í þetta sinn glímir hann við hinn öfluga glæpamann Nathan Summers, en hann er betur þekktur sem Cable og er leikinn af Josh Brolin, þeim sama og leikur Thanos í Avengers -myndunum. Einn og sér uppgötvar Wade fljótlega að hann á ekki nokkra einustu möguleika í Cable og því neyðist hann til að kalla til leiks fleiri bardagahetjur semgetameð samtakamætti sínum sett strik í reikninginn og leitt til þess að réttlætið sigri ... Josh Brolin leikur hinn öfluga Nathan Summer, eða Cable, sem Deadpool á enga möguleika í upp á eigin spýtur. Eða hvað? Deadpool 2 Atriði úr nýju stiklunni þar sem Deadpool og félagar hans henda sér út úr flugvél. Það verður gaman að sjá um hvað það snýst. Ofurhetjur / Hasar / Grín Punktar .................................................... Veistu svarið? Fyrir utan allar nýju persónurnar sembirtast í Dead- pool 2 eru nokkrar af persónum fyrri myndarinnar auðvitað enn til staðar þ. á m. Vanessa, kona Wades og besti vinur og aðstoðarmaður hans sem T.J. Miller leikur hér á ný. Hvað heitir persóna hans?

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=