Myndir mánaðarins, maí 2018 - Bíó
26 Myndir mánaðarins Solo: A Star Wars Story Aftur til upphafsins Aðalhlutverk: Alden Ehrenreich, Emilia Clarke, Donald Glover, Paul Bettany, Woody Harrelson, Phoebe Waller-Bridge, Thandie Newton, Jon Favreau, Joonas Suotamo og Warwick Davis Leikstjórn: Ron Howard Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Smárabíó, Laugarásbíó, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó, Eyjabíó, Króksbíó, Skjaldborgarbíó og Bíóhöllin Akranesi 135 mín Edtv. Frumsýnd 23. maí l Sagan segir að Alden Ehrenreich sem leikur Han Solo hafi verið fyrsti leikarinn sem tekinn var inn í prufutökur af þeim þúsundum semsóttust eftir hlutverkinu. Alden er 29 ára, fæddur 22. nóvember 1989. Hann hóf leikferilinn 2005 og átti að baki leik í myndum eins og Beautiful Creatures , Blue Jasmine og Running Wild áður en hann sló í gegn í hlutverki Hobies Doyle í Coen-myndinni Hail, Caesar!, en fyrir það hlutverk hlaut hann fjölmörg verðlaun og viðurkenn- ingar. Þess má til gamans geta að þetta er í fjórða sinn sem ein af aðalpersónunum í nýjustu Star Wars -myndinni er leikin af leikara sem er nýbúinn að leika í Coen-mynd. Hinir fyrri eru Domhnall Gleeson, Oscar Isaac og Adam Driver. Tilviljun? Já, sennilega. l Í Solo koma auðvitað fram nýjar persónur sem ekki hafa áður komið við sögu í Star Wars -seríunni en einnig einhverjar gamlar. Þar ber helst að nefna Lando Calrissian sem Billy Dee Williams lék í myndunum The Empire Strikes Back og The Return of the Jedi . Hann er hér leikinn af Donald Glover (nei, hann er ekki sonur leikarans Dannys Glover). Þess má geta að í myndinni hittast þeir Han Solo og Chewbacca einnig í fyrsta sinn og við sjáum hvað það er sem gerir þá upp frá því að langtímavinum og samstarfsfélögum. Önnur hliðarsagan í Star Wars -sögunni segir frá ævintýrum Hans Solo áður en hann hitti Luke Skywalker og gekk ásamt honum til liðs við uppreisnarmenn í fyrstu myndinni, þ.e. fjórða kafla sögunnar A NewHope sem var frumsýndur 1977. Eins og allir sem fylgst hafa með Star Wars -sögunum var fyrsta hliðarsagan, Rogue One , frumsýnd í desember 2016. Sú mynd fjallaði um hvernig uppreisnarmenn komust yfir teikningarnar sem síðar áttu eftir að gera þeim kleift að finna veika blettinn á hinum risastóra vígahnetti Dauðastjörnunni. Nokkuð ljóst er af stiklum nýju myndarinnar, Solo , að hún gerist ekki bara fyrir atburðina í A NewHope heldur hefst hún einnig fyrir atburðarásina í Rogue One . Ef hún síðan fylgir línunni sem var gefin í Rogue One þá teygir Solo sig yfir í tíma hennar og síðan allt þar til þeir Han Solo og Luke Skywalker hittast í fyrsta sinn. Þetta skilja allir sem eru vel inni í tímaröð seríunnar. Athugið að þetta eru auðvitað bara getgátur þess sem þetta skrifar því þótt ýmislegt hafi verið gefið í skyn í kynningarefni Solo er meginatburðarásin enn óskýr þegar þetta er skrifað enda eru allir aðstandendur myndarinnar bundnir þagnareiði og mega ekkert segja opinberlega um hvað gerist í myndinni, hvað þá endinn. Hann mun því ekki liggja fyrir fyrr en í lok maí en á það má benda að myndin verður frumsýnd hér á landi tveimur dögum fyrr en í Bandaríkjunum. Þeir sem skella sér á hana þá verða því með þeim fyrstu í heiminum til að vita hið sanna ... Hinn 29 ára gamli Alden Ehrenreich leikur Han Solo í myndinni en þess má geta að Harrison Ford var 34 ára þegar hann lék hann í A New Hope . Solo: A Star Wars Story Við hér á Myndummánaðarins spáum því að Solo muni enda á því að þeir Han Solo og Luke Skywalker hittast í fyrsta skipti. Star Wars Punktar .................................................... Veistu svarið? Woody Harrelson leikur hér Tobias Beckett sem fær Han Solo í lið með sér og á eftir að verða nokkurs konar lærifaðir hans. Um leið er þetta í annað sinn sem Ron Howard leikstýrir Woody í bíómynd, en það gerði hann einnig árið 1999. Í hvaða mynd?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=