Myndir mánaðarins, maí 2018 - Bíó

6 Myndir mánaðarins Væntanleg í júní – Adrift Þau Richard Sharp og Tami Oldham voru þaulvön siglingum og þegar þau uppgötvuðu í hvað stefndi reyndu þau að sigla Hazendu norð- ur fyrir versta veðrið. En allt kom fyrir ekki og brátt voru þau í auga stormsins þar sem öldurnar náðu hátt í 15 metra hæð. Hér eru þau Sam Claflin og ShaileneWoodley í hlutverkunum en á innfelldu myndinni eru hin raunverulegu Tami og Richard áður en lagt var í hann. Það tók Tami ekki langan tíma að átta sig á að snekkjan var nánast í rúst eftir átökin við veðurofsann. Myndin til hægri er af Hazana eftir að Tami hafði náð að sigla henni til Hawaii. Nýjasta mynd Baltasars Kormáks sem leikstjóra, Adrift , verður frum- sýnd í kvikmyndahúsumumallan heim í byrjun júní og verður gaman að sjá hvort hún eigi eftir að gera það jafngott, eða jafnvel betra en Everest fyrir tveimur árum, en sú mynd er tekjuhæsta mynd íslensks leikstjóra til þessa, með tekjur upp á tæplega 204 milljónir dollara. Adrift er sannsöguleg mynd, byggð á bókinni Red Sky inMourning eftir Tami OldhamAshcroft sem kom út árið 2002. Hún segir frá þeim atburðum sem urðu þegar Tami og unnusti hennar, Richards Sharp, ákváðu í október árið 1983 að taka að sér að sigla 44 feta skútu, Hazana, frá Tahiti-eyju í Pólýnesíu til viðtak- enda í San Diego, um 6.500 kílómetra leið yfir opið Kyrrahafið. Þau Tami og Richard voru bæði þaulvön siglingum og í upphafi ferðar- innar var ekkert sem benti til annars en að verkefnið yrði lítið mál fyrir þau. Þau gátu auðvitað ekki séð fyrir að á nítjánda degi ferðarinnar myndu þau lenda í miðjum fellibylnum Raymond sem í ofanálag varð öflugasti fellibylur ársins. Þegar þeim varð ljóst í hvað stefndi reyndu þau að komast norður fyrir mesta vindinn en allt kom fyrir ekki og þau lentu í miðju ofsaveðursins þar sem öldurnar eru taldar hafa risið upp í allt að 15 metra hæð. Lengi vel tókst parinu að halda Hazana á réttum kili en þegar Tami fór undir þiljur hvolfdi skútunni með þeim afleiðingum að hún rotaðist. Þegar hún rankaði við sér aftur, næstum sólarhring síðar, var Richard horfinn og skútan í rúst, þar á meðal öll siglingatæki. Við tók þriggja vikna barátta Tamiar við að komast lifandi frá þessum hrakningum og þykir með ólíkindum að henni hafi að lokum, einni síns liðs, tekist að sigla Hazana til lands á Hawaii.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=