Myndir mánaðarins, maí 2018 - Leigan
16 Myndir mánaðarins Teiknimyndaþættirnir skemmtilegu um Skógargengið hafa náð miklum vinsældumog hafa verið sýndir á um180 sjónvarpsstöðvumumallan heim. Tölvuteiknimyndirnar um Skógargengið eru eftir þá Jean-François Tosti, David Alaux og Eric Tosti og segja frá nokkrumundarlegumdýrum sembúa í skóginum og hafa tekið upp þá iðju að bjarga öðrum úr hættu. Fremstur á meðal jafningja er Marri mörgæs sem öllu jöfnu ætti ekki að hafast við í frumskóginum en þar sem hann hefur alltaf staðið í þeirri trú að hann sé tígrisdýr þá kemur hitt af sjálfu sér. Hér er að finna átta nýja þætti umgengið sem eru að sjálfsögðu hver öðrum skemmtilegri. Vantar þig aðstoð? Kallaðu þá á Skógargengið! 4. maí 88 mín Teiknimyndir með íslensku tali um Skógargengið kraftmikla sem bjargar öllu Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni 4. maí 102 mín Aðalhl.: Ben Stiller, Austin Abrams, Jenna Fischer og Michael Sheen Leikstj.: MikeWhite Útg.: Myndform VOD Gamandrama Þótt Brad Sloan lifi í sjálfu sér ágætu millistéttarlífi hugsar hann oft til þess hvað hefði getað orðið úr honum ef hann hefði fetað í sömu spor og fjórir af æskuvinum hans sem hefur öllum tekist að verða ríkir. Þegar sonur hans, Troy, segir honum að hann ætli í Harvard-háskóla fær Brad þá hugmynd að kannski geti hann bætt fyrir metnaðarleysi sitt á árum áður í gegnum hann. Brad’s Status er stórskemmtileg mynd eftir Mike White sem er einna þekktastur fyrir handrit mynda eins og Orange County , The Good Girl , Beatriz at Dinner og School of Rock . Hér leikur hann sér með hugmynd sem flestir foreldrar kannast við, þ.e. að reyna að nota eigin reynslu til að forða börnum sínum frá því að gera sömu mistök og þeir gerðu sjálfir. En kannski eru það bara ein mistökin enn ... Ekki leita langt yfir skammt Austin Abrams og Ben Stiller sem feðgarnir Troy og Brad Sloan í þessari skemmtilegu mynd. l Fyrir utan þau fjögur sem nefnd eru hér í kreditlistanum til vinstri leika þau Luke Wilson, Shazi Raja, Jemaine Clement, Felicia Shulman og leikstjórinn Mike White sjálfur veigamikil aukahlutverk í myndinni. l Mike White skrifaði handritið að myndinni og sagði í viðtali að persóna Brads væri að hluta til byggð á hans eigin föður. l Sá sem leikur Xavier, Xavier Grobet, er einnig kvikmynda- tökustjóri myndarinnar. Brad’s Status – Skógargengið Punktar ............................................................................................ HHHHH - S.F. Chronicle HHHHH - Village Voice HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - Screen HHHH 1/2 - R.Ebert.com HHHH - Guardian
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=