Myndir mánaðarins, maí 2018 - Leigan
21 Myndir mánaðarins Nils Holgersson er latur strákur og hrekkjóttur og vondur við dýrin á bænum. Þegar dvergálfur leggur á hann álög svo hann breytist í lítinn álf sjálfur þarf hann að endurmeta viðhorf sín og læra að breyta hegðun sinni. Þessi útgáfa inniheldur sögur af ævintýrum Nils Holgerssonar þar sem hann ferðast heilt sumar á baki gæsa og kynnist mörgum nýjum svæðum og dýrunum sem þar búa. Sum eru góð en sum geta verið hættuleg og það á eftir að reyna verulega á Nils í samskiptum við þau. Hér er um að ræða þriðju seríu útgáfunnar sem inniheldur sjö sjálfstæða og fjöruga þætti. Komdu með í ævintýraferð 11. maí 90 mín Teiknimyndir með íslensku tali um Nils Holgersson og fjölbreytt ævintýri hans Útgefandi: Myndform l Sænska skáldkonan Selma Ottilia Lovisa Lagerlöf (1858–1940) gaf bókina um Nils Holgersson ( Nils Holgerssons underbara resa genom Sverige ) út árið 1904, en hún var upphaflega skrifuð að beiðni sænska kennarasambandsins til að nota við landafræðikennslu barna. Bókin varð þó fljótt vinsæl á meðal almennings og var á næstu árum og áratugum þýdd á fjölda tungumála, þar á meðal á íslensku árið 1946 af Marinó L. Stefánssyni og hét þá Nilli Hólmgeirsson og ævintýraför hans um Svíþjóð . Sagan var svo lesin í útvarpinu af Huldu Runólfsdóttur og naut sá lestur ómældra vinsælda landsmanna á sínum tíma. Þess má geta að Selma Lagerlöf varð árið 1909 fyrsti Svíinn og um leið fyrsta konan til að hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Punktar ............................................................................................ VOD Barnaefni Nils Holgersson – Svanaprinsessan: Konungleg ráðgáta Uberta drottning hefur skrifað skáldsögu um hvernig hún bjargaði ríkinu frá því lenda í klóm Antonios greifa. Morgun einn uppgötvar hún að ein- hver hefur skorið stórt Z í bókarkápunaogþarmeðhefst dularfull ráðgáta. Í fyrstu heldur konungurinn að Uberta hafi bara óvart sjálf rispað bókina með löngu nöglunum sínum en þegar dularfullar Z-merkingar byrja að birtast út um allt og á öllu í konung- dæminu, auk þess sem það sést til dularfulls svartklædds manns á húsþökum borgarinnar, kemur til kasta Alise prinsessu og vina hennar að rannsaka málið ... Dularfullu Z-merkin 17. maí 79 mín Teiknimynd með ensku tali og íslenskum texta um Alise svanaprinsessu og félaga Útgefandi: Sena l Þetta ævintýri um Alise svanaprinsessu er í raun – og eins og margir vita – áttunda myndin í seríunni sem hófst árið 1994 með myndinni Svanaprinsessan . Myndir tvö til sjö hafa svo komið út nokkuð reglulega frá árinu 2008. Punktar ............................................................................................ VOD Barnaefni
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=