Myndir mánaðarins, maí 2018 - Leigan
30 Myndir mánaðarins The Shape of Water Hver er skrímslið? Aðalhlutverk: Sally Hawkins, Octavia Spencer, Michael Shannon, Richard Jenkins, Michael Stuhlbarg, Doug Jones, David Hewlett og Nick Searcy Leikstjórn: Guillermo del Toro Útgefandi: Sena 123 mín Cronos. 31. maí l The Shape of Water hefur fengið frábæra dóma gagnrýnenda og hlaut fern Óskarsverðlaun af þrettán tilnefningum, þ.e. fyrir sviðs- mynd, handrit, leikstjórn og sem besta mynd ársins. Þess utan hefur hún sópað að sér tilnefningum og verðlaunum á öðrum kvikmyndahátíðum beggja vegna Atlantshafsins. Þetta er með öðrum orðum ein af þeimmyndum sem kvikmyndaáhugafólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara þegar hún kemur út á DVD 31. maí. Nýjasta mynd leikstjórans Guillermos del Toro er hugmynda- ríkt ævintýri sem allt eins mætti flokka sem rómantíska ástar- sögu, spennumynd og fantasíu. Það er a.m.k. alveg ljóst að The Shape of Water er ein besta kvikmyndaupplifun ársins. Myndin gerist í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar og segir frá hinni mállausu verkakonu Elisu sem sinnir þrifum í leynilegri rann- sóknarstöð í Bandaríkjunum þar sem dularfull vatnavera í manns- mynd hefur verið hýst og rannsökuð. Elisa heillast af þessari sér- stöku veru og vingast við hana á afar sérstakan hátt. Þegar hún uppgötvar að líf vatnaverunnar kunni að vera í hættu ákveður hún að nema hana á brott úr rannsóknarstöðinni og koma henni til sjávar svo hún geti synt til síns heima. Brottnámið heppnast með aðstoð samstarfskonu Elisu, Zeldu, en eins og búast mátti við er yfirmaður þeirra, Richard Strickland, síður en svo ánægður með framtakið og í gang fer bæði spennandi og heillandi atburðarás ... Þær Octavia Spencer og Sally Hawkins leika vinkonurnar og samstarfs- konurnar Zeldu og Elisu en þær voru báðar tilnefndar til Óskarsverð- launa fyrir leik sinn, svo og Richard Jenkins sem leikur nágranna Elisu. Michael Shannon leikur Richard Strickland, yfirmann hinnar leyni- legu rannsóknarstöðvar þar sem vatnaveran dularfulla er vistuð. The Shape of Water Doug Jones leikur vatnaveruna sem býr yfir einstökum hæfileikum. Veistu svarið? Í ár eru liðin nákvæmlega 25 ár síðan Guillermo del Toro sendi frá sér sína fyrstu mynd í fullri lengd en hún var hans útgáfa af vampírumynd og er í huga margra ein besta og vanmetnasta mynd tíunda áratugar síðustu aldar. Hvað heitir þessi mynd? HHHHH - L. A. Times HHHHH - Entertainment Weekly HHHHH - The New York Times HHHHH - The Telegraph HHHHH - Indiewire HHHHH - Screen International HHHHH - Hollywood Reporter HHHHH - Telegraph HHHHH - Variety HHHHH - Wall Street Journal Ævintýri / Ástarsaga Punktar .................................................... DVD
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=