Myndir mánaðarins, maí 2018 - Leigan
31 Myndir mánaðarins 31. maí 117 mín Aðalhlutverk: Lin Shaye, Leigh Whannell og Angus Sampson Leikstjórn: Adam Robitel Útgef.: Sena VOD Hrollvekja Insidious: The Last Key – Novitiate Insidious: The Last Key er fjórða Insidious -myndin í seríunni sem hrollvekju- kóngurinn James Wan hleypti af stokkunum árið 2010. Í þetta sinn er það leikstjórinn AdamRobitel sem fer fyrir hrollvekjandi spennunni en hann gerði m.a. myndina The Taking of Deborah Logan árið 2014. Lin Shaye mætir á svæðið á ný sem rannsakandinn Elise Rainer sem ákveður að verða við beiðni ungs manns um að heimsækja hann þegar maðurinn fullyrðir að í húsi hans hafi einhver ill öfl tekið sér bólfestu. Og það reynast engar ýkjur! Óttinn sækir þig heim Punktar ............................................................................................ l Í myndinni munu þeir sem séð hafa fyrri myndirnar finna ýmsar tilvísanir í þær sem sagt er að skýri upp að vissu marki hvaðan óhugnaðurinn kemur. HHH 1/2 - Wrap HHH - RogerEbert.com HHH - Screen HHH - IGN Sálfræðingurinn og rannsakandinn Elise Rainier mætir sem fyrr á vettvang hinna óhugnanlegu atburða ásamt aðstoðarmönnum sínum, Tucker og Specs. 31. maí 132 mín Aðalhl.: Margaret Qualley, Julianne Nicholson, Melissa Leo og Dianna Agron Leikstj.: Maggie Betts Útg.: Myndform VOD Drama Gæðamyndin Novitiate gerist í Tennessee-ríki á árunum 1962 til 1965 og segir frá ungri stúlku, Cathleen, sem ákveður að gerast nunna. Þetta er á tíma þegar talsverðar róstur eru innan kirkjunnar vegna nýrra tilskipana frá Páfagarði þar sem gömlum og grónum reglum var breytt. Áður en langt um líður er Cathleen farin að spyrja sig hvort hún hafi tekið rétta ákvörðun. Novitiate hefur hlotiðmikið lof margra gagnrýnenda og þykir ákaflega vel leikin og trúverðug í alla staði í lýsingum sínum á því hvernig það var á þessum árum fyrir ungar konur í Tennessee-ríki að ganga Guði á hönd og gerast nunnur. Handrit myndarinnar þykir skrifað af afburða þekkingu á kaþólsku kirkjunni og lýsir ekki bara innviðum hennar vel heldur einnig þeim átökum sem þarna áttu sér stað ... Hvað er það sem skiptir máli? Melissa Leo leikur forstöðukonu klaustursins sem er ósátt við hinar nýju reglur Páfagarðs. Punktar ............................................................................................ l Novitiate hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar á kvikmyndahátíðum, t.d. fyrstu verðlaun á Sundance-hátíðinni sem besta byrjunarverk leik- stjóra, auk þess sem myndin var tilnefnd besta myndin í aðalkeppninni. Þess má og geta að handrit myndarinnar, sem er eftir leikstjórann Maggie Betts, var einnig valið besta frumraun handritshöfundar á Black Reel-kvikmyndahátíðinni í Washington þar sem kvik- myndagerðarfólk af afrískum uppruna er verðlaunað. HHHHH - S. F. Chronicle HHHH 1/2 - Indiewire HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - R. Stone HHHH - Hollywood Reporter HHHH - L.A. Times
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=