Myndir mánaðarins, maí 2018 - Leigan

32 Myndir mánaðarins Hefurðu séð þessar? Jólin eru á næsta leiti og þeir Dusty og Brad hafa náð sáttum, auk þess sem Dusty er í raun kominn í stöðu Brads eftir að hafa kvænst Karen sem á dóttur með fyrrverandi eiginmanni sínum, Roger. Nú hlakka þeir bjartsýnir til jólanna en það breytistsnarlegaþegar feðurþeirrakoma í heimsókn og Roger snýr aftur heim! Karla Dyson er fráskilin móðir sex ára stráks, Frankies. Dag einn þegar hún á frí fer hún með Frankie í skemmtigarð en rétt eftir komuna þangað hringir síminn. Eftir stutt símtalið áttar Karla sig á að Frankie er horfinn og að honum hefur verið rænt! Þar með hefst æsileg eftirför með óvæntri framvindu. Fullir vasar er nýjasta mynd leikstjórans Antons Sigurðssonar og fjallar um fjóra menn sem ræna banka til að eiga fyrir tugmilljóna skuldum eins þeirra við hættulegasta mann Íslands. Í kjölfar þess fer í gang ævintýraleg og oft og tíðum mjög fyndin atburðarás sem enginn hefði getað séð fyrir. Brawl in Cell Block 99 er önnur mynd Craigs Zahler sem gerði vestratryllinn Bone Tomahawk árið 2015 og snýr hér aftur með sína útgáfu af harðhausamynd í anda margra af vinsælustu b-mynda áttunda áratugar síðustu aldar þegar t.d. Clint Eastwood og Charles Bronson lömdu mann og annan og áttu sviðið. The Post er nýjasta mynd Stevens Spielberg og um leið fyrsta myndin sem stórleikararnir Tom Hanks og Meryl Streep leika saman í. Hér segir frá því þegar blaðamenn The Washington Post komust yfir ríkistrúnaðarskjöl en sá leki átti eftir að valda gríðarlegum skjálfta í æðsta stjórnkerfi Bandaríkjanna. All the Money in the World er nýjasta mynd Ridleys Scott og fjallar um þann fræga atburð í júlí árið 1973 þegar al- nafna og sonarsyni ríkasta manns heims á þeim tíma, John Paul Getty III, var rænt í Róm og afi hans neitaði að greiða lausnargjaldið. Frábær mynd, vel leikin og gerð og mjög eftirminnileg. Hercule Poirot er á leið til Vestur-Evrópu með Austurlandahraðlestinni ásamt fleiri farþegum.Nótteinaereinnþeirramyrtur í svefni og þar sem lestin er teppt vegna snjóskriðu fær Hercule tíma til að raða saman sönnunargögnunum áður en lögreglan kemur um borð. Ein besta Agöthu Christie-morðgátan. Aðdáendur Avengers -myndanna og ofur- hetjumynda yfirleitt eru flestir sammála um að Thor: Ragnarök sé ein fyndnasta ofurhetjumyndin hingað til þótt enginn afsláttur sé gefinn af hasarnum og við- burðaríkri sögu. Hér lenda Þór og nokkrir félagar hans í heljarinnar átök- um þar sem örlög Ásgarðs eru undir. Eftir að höfuðstöðvar Kingsman-leyni- þjónustunnar í Bretlandi eru sprengdar í tætlur leita þeir Gary„Eggsy“ Unwin og Merlin til bandarísku Statesman-leyni- þjónustunnar til að fá aðstoð starfs- manna hennar í baráttunni við hættu- legasta óvin mannkyns til þessa, glæpasamtökin Gullna hringinn. All Saints er áhrifarík mynd sem er kjörin til áhorfs fyrir alla fjölskylduna, jafnt trúaða sem trúlausa, því þótt sagan snúist vissulega um kirkju og trú er hún samt fyrst og fremst dæmisaga um styrk mannsandans þegar erfiðleikar blasa við og um það hverju samheldni getur komið til leiðar. Wonder er byggð á verðlaunasögu R. J. Palacio og segir frá hinum 10 ára Auggie sem vegna Treacher Collins-heilkennis- ins er afmyndaður í andliti og hefur þess vegna alist upp í verndaðra umhverfi en flestirgera.Núerhinsvegarkomiðaðþví að hann fari í bekk í venjulegum skóla. Toppleikarar ísérstaklegavandaðrimynd. Lífið í höfuðborg smáhestanna einkenn- ist af gleði, söng, ævintýrum og órjúfan- legum vinaböndum. En þegar hin valda- gráðuga og vonda Tempest Shadow ákveður að taka völdin ásamt ófrýnileg- um þjónum sínum neyðast smáhest- arnir undir forystu prinsessunnar góðu, Skystar, til að grípa til sinna ráða. Kvikmyndin I, Tonya , sem án vafa er ein besta mynd ársins 2017, snýst að stórum hluta umþann fræga atburð þegar ráðist var á bandarísku listskautadrottninguna Nancy Kerrigan í ársbyrjun 1994 og tilraun gerð til að fótbrjóta hana. En á bak við það mál voru aðrir málavextir sem fjölmiðlar fjölluðu ekki um. Dauði Supermans í kjölfar sjálfsfórnar hans hefur fyllt Batman auknum krafti og eftir að hann og Wonder Woman taka höndum saman ákveða þau að fá til liðs við sig þá Aquaman, The Flash og Cyborg. Baráttan snýst um að bjarga mannkyninu frá útrýmingu og aðalóvin- urinn er hinn ægilegi Steppenwolf. The Last Jedi er eins og allir vita áttundi kafli Star Wars -ævintýrsins og hefst nokkurn veginn þar sem síðasta kafli, The Force Awakens , endaði. Atburðarásin er að mörgu leyti óvænt og inniheldur fléttur sem ekki einu sinni hörðustu Star Wars -aðdáendur áttu von á og því meg- um við ekki segja neitt meira um það. Önnur bíómyndin um góðhjartaða, ljúfa en dálítið óheppna bangsann Padding- ton er snilldarverk eins og fyrri myndin og um leið alveg dásamleg skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Hér lendir hann í mikilli klemmu þegar óprúttinn þjófur stelur fágætri bók sem hann ætlaði að kaupa handa frænku sinni í afmælisgjöf. 24 Hours to Live er hasarmynd sem líkt hefur verið við John Wick -myndirnar enda er hasarinn svo að segja stanslaus frá upphafi til enda. Um leið er sagan krydduð með vísindaskáldskap enda er aðalpersónan, Travis Conrad, dauður í upphafi myndarinnar eftir að hafa fórnað öllu fyrir starf sitt. Þegar hundur hins unga Tylers deyr ákveður faðir hans, sem er snjall upp- finningamaður, að smíða handa honum vélhund sem getur ekki bara skilið og talað mannamál heldur er að auki gæddur ýmsum óvæntum hæfileikum. Hér er á ferðinni skemmtileg krakka- mynd sem fullorðnir hafa líka gaman af. Accident Man eftir Jesse V. Johnson er glæný mynd sem hefur verið líkt við blöndu af John Wick-myndunum og myndum Guys Ritchie eins og Lock, Stock and Two Smoking Barrels og RocknRolla . Það ætti að segja talsvert en annars gerist sagan í heimi sjö eftir- sóttustu leigumorðingja Englands! Fjölskyldumynd StarWars Gaman/hasar Sannsögulegt Ævintýri/ofurhetjur Sannsögulegt Vísindahasar Gamanmynd Ævintýri/ofurhetjur Spennumynd Spennumynd Sakamál/morðgáta Sannsögulegt Fjölskyldumynd Spenna/hasar Teiknimynd Grínhasar Fjölskyldumynd Fjölskyldumynd Paddington 2 Fullir Vasar Star Wars: The Last Jedi All the Money in theWorld 24 Hours to Live The Post Thor: Ragnarök Kidnap Justice League Brawl in Cell Block 99 Murder on the Orient Express I, Tonya Robo-Dog Kingsman: The Golden Circle All Saints Wonder My Little Pony: Bíómyndin Accident Man Daddy's Home 2 Komnar út og fáanlegar á sjónvarpsleigunum Michael er tryggingasölumaður sem um tíu ára skeið hefur ferðast með sömu lestinni fram og til baka úr vinnu. Dag einn sest hjá honum ókunnug kona sem býður honum 75 þúsund dollara fyrir að leysa dularfullt verkefni. Michael lætur freistast, enda miklir peningar í boði, en á fljótlega eftir að iðrast þess innilega! Þegar þau Spencer, Bethany, Fridge og Martha eru látin sitja eftir í skólanum rekast þau á gamla leikjatölvu í kjall- aranum og leik sem þau hafa aldrei heyrt minnst á áður, Jumanji . Þau ákveða að prófa að spila – og sogast bókstaflega inn í leikinn. Stórskemmtilegt ævintýri og grín fyrir alla með frábærum leikurum. Ævintýri Spennumynd The Commuter Jumanji: Welcome to the...

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=