Myndir mánaðarins, maí 2018 - Leigan
35 Myndir mánaðarins Tölvuleikir Tegund: Ævintýraleikur Kemur út á: PS4 PEGI aldurstakmark: 18+ Útgáfudagur: 25. maí Framleiðandi: Sony Interactive Entert. Útgefandi: Sena Nýjasti ævintýraleikurinn frá Quantic Dream og leikstjóranum David Cage sem gerðu leikina Heavy Rain og Beyond: Two Souls Detroit: Become Human Innihald og möguleikar: l Þrjár sögur: Leikmenn stýra vélmennunum Köru, Connor og Markus, en þau eru öll ólík innbyrðis og hvert með sína sögu. l Þú býrð söguna til: Allar ákvarðanir leik- manna á hverjum tíma ákvarða ekki aðeins örlög persónanna heldur örlög heillar borgar. l Fjölbreytt spilun: Leikurinn er gríðarlega fjölbreyttur í spilun og þurfa leikmenn að taka að sér margvísleg verkefni eins og að leysa þrautir, rannsaka vettvang glæpa, yfir- heyra grunaða og margt fleira. Detroit: Become Human gerist í stórborginni Detroit í náinni framtíð. Tæknin hefur tekið stórkostlegum framförum og í borginni eru alls kyns vélmenni farin að verða fyrirferðameiri en nokkurn tíma áður. Leikmenn fara í hlutverk þriggja þeirra sem öll hafa sína sögu og þurfa að finna út úr sínum málum. Leikurinn spilast síðan líkt og Heavy Rain þar sem leikmenn hafa val í öllum aðstæðum og aðgerðir þeirra hafa áhrif á útkomuna, enda er handrit hans yfir 2000 síður og nær endalausir möguleikar á því hvernig sagan getur farið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=