Myndir mánaðarins, júní 2018 - Bíó
12 Myndir mánaðarins Hér á síðunni á undan skrifuðum við að leikstjórinn Eli Roth myndi sýna á sér nýja hlið með sinni næstu mynd og slíkt hið sama má sannarlega segja um leikstjórann Paul Feig sem hingað til hefur verið þekktastur fyrir samstarf sitt við Melissu McCarthy og gamanmyndir eins og Bridesmaids , The Heat , Spy og Ghostbusters sem hann sendi frá sér síðast. Næsta mynd hans, A Simple Favor , er nefnilega grafalvarleg glæpasaga og sálfræðitryllir, byggður á samnefndri bók eftir Darcey Bell sem kom út í mars 2017 og inniheldur margar eitursnjallar fléttur. Í aðalhlutverkum eru þær Anna Kendrick og Blake Lively, en þær leika vinkonurnar Stephanie og Emily sem búa í fámennu bæjarfélagi. Dag einn tekur sú síðarnefnda upp á því að hverfa sporlaust við vægast sagt dularfullar aðstæður. Lík hennar finnst svo nokkrum dögum síðar en þar sem lögreglan stendur ráðþrota í málinu ákveður Stephanie að rannsaka sjálf hvað gerðist í lífi vinkonu sinnar klukkustundina fyrir hvarf hennar. Sögunni hefur verið lýst sem Gone Girl á sterum og eins og áður sagði hefur Darcey Bell fengið sérstakt hrós fyrir sínar einkar hugmyndaríku fléttur. Kíkið á frábært sýnishornið úr myndinni sem er mun meira og allt öðruvísi en hefðbundin stikla. Fjórða myndin í leikstjórn Peters Berg með Mark Wahlberg í aðalhlutverki er væntanleg í bíó í ágúst og var fyrsta stiklan úr henni frumsýnd í maí. Hún er að sjálfsögðu fyrsta flokks en hér er um spennu- og mikla hasarmynd að ræða. Hún heitir 22 Mile og segir frá sérsveitarmanninum James Silva sem fær það erfiða verkefni að smygla asískum lögreglumanni úr landi sínu, en sá hafði leitað til bandaríska sendi- ráðsins um vernd þar sem hann bjó yfir upplýsingum sem aflað höfðu honum dauðadóms hjá eigin stjórnvöldum og tengjast eiturvopnaframleiðslu. Verkefnið virðist nánast óframkvæmanlegt því sendiráðið er umkringt þungvopnuðum mönnum sem hefur verið fyrirskipað að drepa flóttamanninn um leið og hann reynir að yfirgefa sendiráðið. Með hlutverk hans fer indónesíski bardagalistamaðurinn Iko Uwais en í öðrum stórum hlutverkum eru þau Lauren Cohan, John Malkovich og hnefaleika- og nú glímudrottningin Ronda Rousey. Síðasta myndin sem við fjöllum um í þessari yfirferð okkar um nýjar stiklur er Marvel-myndin Venom sem frumsýnd verður í október. Að því er við best vitum tengist hún hinum sameinaða Marvel-heimi ekki beint heldur er um að ræða fyrstu myndina í nýrri seríu sem Marvel gerir í samvinnu við Sony-kvikmyndarisann í gegnum Columbia Pictures. Myndin fjallar um blaðamanninn Eddie Brock sem eftir að hafa farið fram á ystu nöf í rannsókn sinni á dularfullu fyrirtæki og tilraunum þess með nýtt ofurefni smitast sjálfur af því og öðlast um leið ofur- kraftana sembreyta honum í Venom. Sagan er hér sögð frá upphafi og það er TomHardy sem leikur aðalhlutverkið. Leikstjóri er Ruben Fleischer sem á m.a. annars að baki myndirnar Zombieland , 30 Minutes or Less og Gangster Squad . Stiklan er frrrrráááábær! Bíófréttir – Væntanlegt Denzel Washington mætir aftur til leiks í bíó um miðjan júlí þegar mynd númer tvö um hinn eitilharða Robert McCall verður frumsýnd en henni er leikstýrt af Antoine Fuqua eins og fyrri myndinni um hann sem var frumsýnd í september 2014. Eins og flestir væntanlega vita sækja Equalizer -myndirnar bæði heiti sitt og aðalpersónu, Robert McCall, til samnefndra sjónvarpsþátta sem gerðir voru á árunum 1985 til 1989 og nutu mikilla vinsælda, m.a. í sjónvarpi hér á landi. Robert þessi fékk á sínum tíma nóg af starfi sínu í sérsveit lögreglunnar þar sem hann eignaðist marga óvini enda duglegur við að koma glæpamönnum á bak við lás og slá. Hann ákvað því einn daginn að setja sinn eigin dauða á svið og hefja nýtt líf undir dulnefni í Boston þar sem enginn kannaðist við hann. Síðan hefur hann barist á eigin vegum fyrir þá undirokuðu við allra þjóða glæpahyski. Það mun hann einnig gera í þessari mynd og á persónulegum nótum í þetta sinn sem gerir það að verk- um að hann er hættulegri í návígi en nokkurn tíma áður. Ekki reita hann til reiði Robert McCall býr í Boston og villir á sér heimildir svo glæpa- mennirnir sem hann á í höggi við geti ekki fundið hann aftur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=