Myndir mánaðarins, júní 2018 - Bíó

14 Myndir mánaðarins Midnight Sun Ástin getur ekki yfirstigið allt Aðalhlutverk: Bella Thorne, Patrick Schwarzenegger, Rob Riggle, Quinn Shephard, Ken Tremblett, Jenn Griffin, Nicholas Coombe og Tiera Skovbye Leikstjórn: Scott Speer Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Akureyri og Keflavík 91 mín Famous in Love. Frumsýnd 1. júní l Þótt Patrick Schwarzenegger, sem er fæddur 1993 og er eldri sonur Arnolds Schwarzenegger og Mariu Shriver, hafi verið við- loðandi leiklist frá unga aldri er þetta í fyrsta sinn sem hann leikur aðalhlutverk í bíómynd. Patrick er eins og margir vita dóttursonur Eunice Kennedy Shriver sem stofnaði Ólympíuleika þroskaham- laðra (Special Olympics) árið 1968 en á meðal sex systkina hennar voru John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna og Robert F. Kennedy. l Handritið að Midnight Sun er skrifað af Eric Kirsten og er byggt á handriti japönsku myndarinnar Taiyō no Uta eftir Norihiro Koizumi sem var gerð árið 2006 og naut mikilla vinsælda í heimalandinu enda einstaklega góð og áhrifarík ástarsaga sem gleymist seint. Katie Price er sautján ára gömul stúlka semhaldin er sjúkdómi, eða svokölluðum xp-genagalla, en hann veldur því að útfjólu- bláu geislar sólarinnar eru henni banvænir. Af þessum sökum hefur hún þurft að halda sig innan dyra á bak við sérsmíðaða einangrun á daginn síðan hún var ung. En á kvöldin fer hún út. Í Midnight Sun leiða saman hesta sína tvær af upprennandi stjörn- um Bandaríkjanna, þau Bella Thorne og Patrick Schwarzenegger. Bæði hafa þau getið sér gott orð á undanförnum árum fyrir leiklist en einnig á öðrum sviðum. Patrick er t.d. einn af stofnendum Pro- ject360-netverslunarinnar semnýtur gríðarlegra vinsælda og gefur stóran hluta ágóða síns til alls kyns góðgerðarmála og Bella er m.a. þekkt fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum og gegn einelti. Bæði njóta þau síðan mikillar hylli á samfélagsmiðlum þar sem milljónir manna fylgja þeim. Það verður gaman að sjá þau saman í þessari ljúfu, rómantísku sögu sem heillað hefur alla sem hana hafa heyrt ... Þegar Katie fer út á kvöldin tekur hún gjarnan gítarinn með og æfir sig á brautarpalli nærri heimili sínu. Það er þar sem hún hittir Charlie í fyrsta sinn augliti til auglitis þegar hann á leið fram hjá eitt kvöldið. Þau Charlie og Katie ná afar vel saman en yfir sambandi þeirra hvílir skuggi sjúkdóms Katie sem meinar henni að vera úti þegar sólin skín. Midnight Sun Charlie er leikinn af Patrick Schwarzenegger sem óhætt er að segja að beri sterkan svip frá bæði föður- og móðurættinni. Veistu svarið? Sú sem leikur Katie Price, Bella Thorne, hóf leiklistar- ferilinn árið 2003, aðeins sex ára að aldri, og hefur með leik sínum, söng og mannréttindabaráttu skap- að sér miklar vinsældir í Bandaríkjunum. í hvaða þekktu sjónvarpsþáttum leikur hún Paige Townsen? Ástarsaga Punktar ....................................................

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=