Myndir mánaðarins, júní 2018 - Bíó
16 Myndir mánaðarins Jurassic World: Fallen Kingdom Lífið finnur alltaf leið Aðalhlutverk: Chris Pratt, Bryce Dallas Howard, Jeff Goldblum, Ted Levine, Rafe Spall, Toby Jones, Justice Smith, BDWong, James Crom- well og Geraldine Chaplin Leikstjórn: J. A. Bayona Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóin Egilshöll, Álfabakka og Keflavík, og Borgarbíó Akureyri 128 mín Jeff Goldblum og BDWong. Frumsýnd 6. júní l Leikstjóri myndarinnar er J.A. Bayona sem gerði síðast hina afar góðu mynd AMonster Calls (sem allt of fáir hafa séð), og á einnig að baki verðlaunamyndirnar The Impossible og The Orphanage . Nýja Jurassic World -myndin, Fallen Kingdom , verður heims- frumsýnd á Íslandi 6. júní. Myndin var forsýnd í Madrid 21. maí og er skemmst frá því að segja að þar fékk hún frábærar móttökur og þykir jafnvel betri en síðasta mynd sem sló að- sóknarmet fyrri Jurassic-mynda þegar hún halaði inn tekjur upp á tæplega 1,7 milljarð dollara, en sá árangur setur hana í dag í fimmta sæti listans yfir vinsælustu myndir allra tíma. Myndin gerist um fjórum árum eftir atburðina í síðustu mynd en síðan þá hafa risaeðlurnar gengið frjálsar á eyjunni Nublar. Því frelsi er ógnað verulega þegar eldgos hefst skyndilega á eynni og ákveðið er að flytja sem mest af risaeðlunum upp á fastalandið. Það er auðvitað hægara sagt en gert og því er kallað í risaeðlusér- fræðingana og fyrrverandi kærustuparið Claire Dearing og Owen Grady sem geta ekki annað en orðið við þeirri beiðni að aðstoða við flutningana. Þau vita að sjálfsögðuekki að ábak við „björgunina“ eru brögð í tafli og með því að aðstoða við að fanga risaeðlurnar hafa þau í raun komið þeim úr öskunni í eldinn. Við það geta þau ekki unað og ákveða að finna saman leið til að snúa vörn í sókn ... Chris Pratt snýr aftur sem Owen Grady sem er fenginn til að hjálpa til við flutningana. Það sem freistar hans þó mest er að hitta á ný eina af snareðlunum sem hann ól upp og tamdi og er kölluð Blue. Jurassic World: Fallen Kingdom Bryce Dallas Howard leikur Claire Dearing á ný, en hún er eins og þeir vita sem sáu fyrri myndina fyrrverandi forstöðumaður risaeðlugarðsins. Veistu svarið? Fyrsta JurassicPark -myndin var frumsýnd í ágúst 1993, þ.e. fyrir tæplega 25 árum, og prýddi plakat hennar forsíðu fyrsta tölublaðs forvera Mynda mánaðarins sem þá hét Bíómyndir og myndbönd. En hvaða tveir leikarar í Fallen Kingdom léku einnig í þeirri mynd? Ævintýri / Spenna Punktar ....................................................
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=