Myndir mánaðarins, júní 2018 - Bíó
18 Myndir mánaðarins Terminal Fimm geta þagað ... ef fjórir þeirra eru dauðir Aðalhlutverk: Margot Robbie, Simon Pegg, Dexter Fletcher, Mike Myers, Max Irons, Katarina Cas og Nick Moran Leikstjórn: Vaughn Stein Bíó: Sambíóin Kringlunni, Akureyri og Keflavík 95 mín Dustin Hoffman. Frumsýnd 8. júní l Ofan á allt saman inni- heldur Terminal ýmsar til- vísanir í aðrar myndir og persónur úr öðrum sög- um. Þannig gæti t.d. sú sem Margot Robbie leikur allt eins verið annað sjálf Harley Quinn sem Margot lék í Suicide Squad . l Þeir Dexter Fletcher og Nick Moran léku einnig þá Soap og Eddie í Lock, Stock and Two Smoking Barrels fyrir tuttugu árum. l Max Irons er sonur Jeremys Irons og heitir persóna hans í myndinni að sjálfsögðu Alfred. Terminal gerist í ónefndri borg þar semvið kynnumst tveimur leigumorðingjum í illum erindagjörðum, forvitinni þjónustu- stúlku sem spilar með alla sem hún kemst í tæri við, kennara sem haldinn er ólæknandi sjúkdómi og íhugar sjálfsmorð og húsverði sem býr yfir vægast sagt hættulegu leyndarmáli. Terminal er ein af þessummyndum sem klýfur áhorfendahóp sinn í tvennt, annars vegar í þá sem hata hana og hins vegar í þá sem elska hana. Þegar upp er staðið þá getur þó enginn neitað því að leikhópurinn er algjörlega frábær og nýtur þess bersýnilega til fulls að leika í kostulegum atriðunum. Um leið verður Terminal alveg áreiðanlega minnst sem einnar frumlegustu myndar ársins 2018. Höfundur handritsins og leikstjóri myndarinnar, Vaughn Stein, gef- ur hér sjálfumsér lausan tauminn og blandar saman stíl og stefnum. Myndin er litrík, hrein og fínpússuð eins og teiknimynd og gæti sagan í henni flokkast í nánast hvaða kvikmyndaflokk sem er, allt frá gamanmynd í splatter og allt þar á milli. Persónurnar eru kostu- legar, svo og gjörðir þeirra og orð, og andrúmsloftið er eins og úr gamalli sakamálamynd um Philip Marlowe sem krydduð hefur ver- ið með stíl Brians De Palma og Guys Ritchie og látin malla á sögu- grunni sem Quentin Tarantino væri örugglega hæstánægður með. Þegar við bætast nokkrar kostulegar fléttur, einhver geðveikasta persóna kvikmyndasögunnar (Mike Myers leikur hana) og sögulok sem ná ekki nokkurri átt er ekkert skrítið að myndin sé umdeild ... Margot Robbie leikur þjónustustúlkuna Annie sem vefur hverjum þeim um fingur sér sem nálægt henni kemur og lifir auk þess tvöföldu lífi. Simon Pegg leikur kennarann Bill sem er dauðvona og íhugar sjálfsmorð. Terminal Dexter Fletcher leikur annan leigumorðingjann en þeir fylgja skipun- um einhvers sem borgar vel en þeir hafa ekki hugmynd um hver er. Glæpadrama / Svört kómedía / Fantasía Punktar .................................................... Veistu svarið? Þótt Terminal sé fyrsta mynd Vaughn Stein er hann margreyndur aðstoðarleikstjóri ýmissa mynda eins og World War Z , Grimsby , The Danish Girl , POTC: On Stranger Tides , Beauty and the Beast og Quartet . Hvaða þekkti leikari leikstýrði þeirri síðastnefndu?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=