Myndir mánaðarins, júní 2018 - Bíó

22 Myndir mánaðarins Ocean’s 8 Af því að þær geta það Aðalhlutverk: Sandra Bullock, Cate Blanchett, Anne Hathaway, Dakota Fanning, Olivia Munn, Helena Bonham Carter, Katie Holmes, Matt Damon, Mindy Kaling, Sarah Paulson, Awkwafina, Rihanna, James Corden og Richard Armitage Leikstjórn: Gary Ross Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Bíóhúsið Selfossi, Bíóhöllin Akranesi, Eyjabíó, Króksbíó og Skjaldborgarbíó 110 mín Brad Pitt. Frumsýnd 13. júní l Leikstjóri myndarinnar, Gary Ross, samdi einnig söguna og hand- ritið, en hann á að baki margar góðar myndir eins og Pleasantville , Seabiscuit , Big , The Hunger Games og Free State of Jones , annað hvort sem leikstjóri, sögu- eða handritshöfundur, eða allt í senn. l Það mætti alveg segja manni að kátt hafi verið á hjalla við gerð þessarar myndar enda þekkjast flestir leikararnir vel innbyrðis eftir að hafa meira og minna marghist og unnið saman áður í mörgum tilfellum. Þess utan er þessi leikhópur uppfullur af húmoristum. l Þeir Matt Damon og Carl Reiner leika sömu persónur og þeir gerðu í fyrri Ocean’s -myndunum, þá Linus Caldwell og Saul Bloom. Eftir að Debbie Ocean losnar úr fangelsi á reynslulausn vegna góðrar hegðunar og loforðs um að skokka mjóa veginn hér eftir byrjar hún strax að skipuleggja næsta rán og hóa í sam- verkakonur sínar sjö sem óhætt er að segja að séu hver ann- arri hæfileikaríkari á hinum ýmsu og fjölbreyttustu sviðum. Ocean’s 8 er eins og flestir vita svokallað „spin-off“ hinnar vinsælu myndar Ocean's Eleven sem Steven Soderbergh gerði og frumsýnd var árið 2001 við miklar vinsældir enda einstaklega skemmtileg mynd í alla staði. Höfuðpaur 11-gengisins var Danny Ocean sem George Clooney lék af snilld og í þessari mynd er það systir hans Debbie sem sér um að plana rán sem á ekki að vera hægt að fram- kvæma. Við förum ekki nánar út í það hér um hvað það snýst til að skemma ekki fyrir en leikhópurinn sem kemur fram í myndinni er tvímælalaust einn sá allra besti sem saman hefur komið! Bíræfið rán sem í fyrstu virðist ómögulegt að framkvæma þarf að skipuleggja vel og í smáatriðum. Debby Ocean er sérfræðingur í því. Cate Blanchett, Helena Bonham Carter og Sandra Bullock í hlutverkum sínum í myndinni sem þær Lou, Rose og Debbie. Ocean’s 8 Glæpagrín / Flétta Punktar .................................................... Veistu svarið? Við seljum það ekki dýrara en við keyptum það en hermt er að í myndinni komi skýrt fram hvar Danny Ocean sé niður kominn þegar hér er komið sögu. En hver var það í fyrri myndunum sem lék nánasta samstarfsfélaga hans og besta vin, Rusty Ryan? Konurnar sjö sem Debby Ocean fær til liðs við sig eiga það sam- eiginlegt að búa yfir miklum hæfileikum, hver á sínu sviði.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=