Myndir mánaðarins, júní 2018 - Bíó
30 Myndir mánaðarins Sicario: Day of the Soldado Gleymdu öllum reglum Aðalhlutverk: Josh Brolin, Benicio Del Toro, Isabela Moner, Catherine Keener, Matthew Modine, Manuel Garcia-Rulfo og Jeffrey Donovan Leikstjórn: Stefano Sollima Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóið Keflavík og Borgarbíó Akureyri 122 mín Hell or High Water. Frumsýnd 27. júní l Eins og flestir vita þá samdi Jóhann Jóhannsson tónlistina í fyrri myndinni og hlaut fyrir hana fjölmörg verðlaun og viðurkenningar, þ. á m. tilnefningar til BAFTA- og Óskarsverðlauna. Í þetta sinn er tónlistin samin af Hildi Guðnadóttur en hún var náin samstarfskona Jóhanns, spilaði á selló í mörgum verka hans og á sjálf að baki tón- list í myndum eins og Eiðnum , Tom of Finland og Mary Magdalene sem Jóhann var einmitt að vinna að þegar hann féll frá. l Upphaflega stóð til að Denis Villenevue sem leikstýrði fyrri mynd- inni myndi einnig leikstýra þessari en þegar til tók gat hann það ekki vegna annarra skuldbindinga. Við taumunum tók ítalski leik- stjórinn Stefano Sollima sem m.a. gerði hina fantagóðu mynd Suburra árið 2014 og er aðalhöfundur mafíuþáttanna Gomorrah . l Líklegt er að þriðja Sicario -myndin verði gerð en það hefur ekki verið staðfest og veltur mjög líklega á gengi þessarar. Bíómyndin Sicario semDenis Villeneuve sendi frá sér í október 2015 er á topplistamargra semeinbestamyndþess árs og jafn- framt einhver mest spennandi mynd síðari ára. Handritið og sagan var eftir Taylor Sheridan sem þó var hvergi nærri búinn með hana og þann 27. júní fáum við að sjá kafla númer tvö. Það þarf vonandi ekki að hvetja neinn sem sá fyrri myndina að sjá þessa líka enda bendir allt til að hún sé í engu síðri, jafnvel betri. Tvær algjörlega frábærar stiklur úr henni hafa verið gefnar út, önnur löng, hin stutt, og þar sést vel að átökin og spennan sem einkenndi fyrri myndina magnast nú enn frekar þegar þeir Matt Graver og Alejandro Gillick taka að sér nýtt og enn erfiðara verkefni en áður ... Félagarnir Matt Graver og Alejandro Gillick þurfa að stöðva stór- hættulegt smygl á hryðjuverkamönnum til Bandaríkjanna, en það getur að sjálfsögðu ekki gengið enda væri þá voðinn vís. Inn í málin blandast Isabela Reyes (Isabela Moner) en hún er dóttir eiturlyfjakóngs og lendir því á milli steins og sleggju í átökunum. Sicario: Day of the Soldado Josh Brolin hefur verið áberandi í tveimur af stórsmellum síðustu mánaða, þ.e. Infinity War og Deadpool 2 , og leikur hér Matt Graver. Spenna / Hasar Punktar .................................................... Veistu svarið? Taylor Sheridan var best þekktur sem leikari allt þar til hann sendi frá sér handritið að Sicario . Fyrir utan þessa nýju Sicario -mynd hafa tvö önnur handrit hans nú verið kvikmynduð, annars vegar Wind River , sem hann leikstýrði sjálfur, og hins vegar ...?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=