Myndir mánaðarins, júní 2018 - Bíó
4 Myndir mánaðarins MYNDIR MÁNAÐARINS 293. tbl. júní 2018 Útgefandi: Myndir mán. ehf., Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfirði, sími 534-0417 Heimasíða: www.myndirmanadarins.is Ábyrgðarmaður: Stefán Unnarsson / myndmark@islandia.is Texti / Umbrot: Bergur Ísleifsson Próförk: Veturliði Óskarsson Prentun / Bókband: Ísafoldarprentsmiðja Upplag: 20.000 eintök Hin ótrúlegu mæta aftur Finndu þá ugluna og taktu þátt í leiknum! Vinningshafar í síðasta leik, finndu stjörnuna: Guðrún Júlíusdóttir, Engihjalla 19, 200 Kópavogi Helga Hjartardóttir, Borgarheiði 5V, 810 Hveragerði Erla Ingimundardóttir, Blönduhlíð 6, 105 Reykjavík Sveinbjörn Guðmundsson, Hásteinsvegi 60, 900 Vestm.eyjum Hulda Eir Sævarsdóttir, Hrísrima 3, 112 Reykjavík Takk fyrir þátttökuna! Viltu vinna bíómiða fyrir tvo í eitthvert kvikmyndahúsanna? Leikurinn er ekki flókinn. Þú þarft að finna pínulitla uglu sem gleymdi sér inni á einni síðunni hér bíó- megin í blaðinu og lítur út eins og þessi: Ef þú finnur ugluna og vilt taka þátt í leiknum skaltu fara inn á facebook.com/myndirmanadarins og senda okkur rétta svarið með skilaboðum , þ.e. númerið á blaðsíðunni þar sem uglan er. Ekki gleyma að hafa fullt heimilisfang og póstnúmer með svarinu. Frestur til þátttöku er til og með 21. júní . Valið verður af handahófi úr réttum lausnum fljótlega eftir það og verða nöfn vinningshafa síðan birt á Facebook-síðunni okkar og í næsta tölublaði sem kemur út í lok júní. Fólk sem kann vel að meta hinar frábæru teiknimyndir frá Pixar hefur ríka ástæðu til að gleðjast núna í júní þegar ný mynd frá þeim um Parr-fjölskylduna ótrúlegu kemur í bíó, en hún prýðir aðra af forsíðum blaðsins að þessu sinni. Á hinni er ekki síður áhugaverð mynd, Adrift eftir Baltasar Kormák, og vonandi á hún eftir að slá í gegn eins og Everest gerði fyrir nokkrum árum. Annars inniheldur dagskráin fullt af flottum myndum eins og sjá má á yfirlitinu hér fyrir neðan og þegar blaðinu er flett áfram ... Og eins og alltaf hvetjum við lesendur til að kíkja einnig á DVD- og VOD-útgáfuna sem kynnt er hinum megin í blaðinu. Síðan óskum við auðvitað öllum gleðilegs þjóðhátíðardags 17. júní. - Áfram Ísland! 1. júní Midnight Sun Bls. 14 6. júní Jurassic World: Fallen Kingdom Bls. 16 8. júní Terminal Bls. 18 13. júní Adrift Bls. 20 13. júní Ocean’s 8 Bls. 22 20. júní Hin ótrúlegu 2 Bls. 24 20. júní Hotel Artemis Bls. 26 20. júní Book Club Bls. 27 27. júní Love, Simon Bls. 28 27. júní Tag Bls. 29 27. júní Sicario: Day of the Soldado Bls. 30 Myndir mánaðarins FRUMSÝND 27. JÚNÍ
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=