Myndir mánaðarins, júní 2018

10 Myndir mánaðarins 1. júní 102 mín Aðalhlutv.: Pekka Strang, Lauri Tilkanen og Jessica Grabowsky Leikstj.: Dome Karukoski Útg.: Myndform VOD Sannsögulegt Sönn saga finnska listamannsins og brautryðjandansToukosValio Laakson- en sem var betur þekktur semTom of Finland enda kynnti hann sig þannig. Touko Laaksonen (1920–1991) áttaði sig ungur á samkynhneigð sinni enda hreifst hann mjög af karllíkamanum og hóf snemma að rissa upp erótískar hugmyndir sínar um líkama hins fullkomna karls. Touko fór aldrei beint í felur með kynhneigð sína en þurfti samt ávallt að gæta sín, ekki síst þegar hann gegndi herþjónustu í síðari heimsstyrjöldinni. Síðar flutti hann til Los Angeles þar sem hann og myndir hans blésu samkynhneigðum í brjóst baráttuanda gegn fordómum og fáfræði ... Ekki óttast hið eðlilega Það er Pekka Strang (t.h.) sem leikur titilhlutverkið og þau Lauri Tilkanen og Jessica Grabowsky leika aukahlutverk. l Tom of Finland var framlag Finna til Óskarsverðlauna 2018 sem besta erlenda myndin. Þess má geta að Íslendingar eiga dálítið í myndinni því Þorsteinn Bachmann fer með stórt aukahlutverk í henni, Hildur Guðnadóttir samdi hluta tónlistarinnar og Ingvar Þórðarson er einn af framleiðendunum. Tom of Finland – Hinrik hittir ... Punktar ............................................................................................ HHHH - Total Film HHH 1/2 - Washington Post HHH 1/2 - S.F. Chronicle HHH 1/2 - L.A. Times HHH - Telegraph HHH - Empire HHH - CineVue Dæmigerð mynd eftir Touko en þær þekktustu erumun erótískari en þessi og hneyksl- uðumarga á sínum tíma . 1. júní 30 mín Teiknimyndir um hann Hinrik sem hittir nýjar persónur á hverjum degi Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Hinrik er lítill drengur sem eins og aðrir á hans aldri er forvitinn um allt og duglegur við að spyrja spurninga. Það kemur sér því vel að á hverjum degi hittir hann alltaf einhverja nýja persónu sem getur svalað forvitni hans. Teiknimyndaþættirnir um Hinrik hafa notið mik- illa vinsælda á sjónvarpsstöðvum, þ. á m. á RÚV. Í þessum þáttum geta allir talað, bæði dýr, jurtir og hlutir og það nýtir Hinrik sér til að spyrja þeirra spurninga sem hann vill fá svör við. Á hverjum degi hittir hann einhvern eða eitthvað til að tala við og útkoman er alltaf fróðlegt samtal sem svalar forvitni hans. Þessi VOD-útgáfa inniheldur 6 þætti seríunnar, en 7 þeir fyrstu komu út í mars. Hinrik hittir ... Fróðlegar teiknimyndir fyrir börn á leikskólaaldri

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=