Myndir mánaðarins, júní 2018

11 Myndir mánaðarins 1. júní 102 mín Aðalhl.: Alex Sharp, Elle Fanning, Nicole Kidman og Matt Lucas Leikstj.: John Cameron Mitchell Útg.: Myndform VOD Gaman/rómantík Eftir að hafa skemmt sér dável á rokk- og pönktónleikum í Croydon-hverfi Lundúna rekast þrír félagar á samkvæmi í heimahúsi þar sem gestirnir eru geimverur í mannslíkömum. Þegar einn þeirra, Enn, verður yfir sig hrifinn af einni geimverunni hefst atburðarás semhann hefði aldrei getað séð fyrir. How to Talk to Girls at Parties er glæný mynd þar sem gríni, farsa, rómantík, tónlist og vísindaskáldsögu er blandað saman á mjög sniðugan hátt. Sögusviðið er eitt helsta pönk-hverfi Lundúna árið 1977, Croydon, og er tónlist þess tíma áberandi í myndinni. Elle Fanning leikur geimveruna Zan sem er í skoðunarferð ásamt öðrum geimverum um alheiminn. Hún hrífst af því sem hún upplifir á Jörðinni og þegar hún hittir Enn ákveður hún að stinga af með honum úr gleðskapnum. Við það eru hinar geimverurnar ósáttar og ákveða að ná henni aftur. Þær sjá auðvitað ekki fyrir að í þeim slag er sjálfri pönkdrottningunni Boadicea (Nicole Kidman) að mæta ... Hvað meira er þarna úti? Elle Fanning og Alex Sharp í hlutverkum sín- um, hún sem geimveran Zan sem heyrir pönk í fyrsta skipti og hann sem pönkarinn Enn. Punktar ............................................................................................ l Myndin er byggð á smásögu eftir Neil Gaiman, en hann á mörg góð kvikmyndahandrit og bækur að baki, m.a. hina stórgóðu skáldsögu Stardust sem Matthew Vaughn gerði samnefnda mynd eftir 2008 . l How to Talk to Girls at Parties er fjórða bíómynd Johns Cameron Mitchell en þær fyrri eru Hedwig and the Angry Inch (2001), Shortbus (2006) og Rabbit Hole (2010). Þær hlutu allar góða dóma og margvís- leg verðlaun og viðurkenningar. HHHH - The Playlist HHH 1/2 - Screen International HHH 1/2 - IndieWire How to Talk to Girls at Parties Mæðgurnar Goldie Hawn og Kate Hudson skruppu saman í búðir í Brentwood í Kaliforníu 20. maí, e.t.v. til að kaupa eitthvað sætt á nýja fjölskyldumeðliminn sem Kate ber undir belti. Eva Longoria brosir breitt á þessari mynd sem tekin var 19. maí þegar hún skrapp ásamt eigin- manninum Jose Baston á veitingahúsið Nobu í Los Angeles. Eins og sjá má er hún kasólétt. Claire Danes á líka von á sér og verður þetta annað barn hennar og eiginmannsins Hughs Dancy, en þau eiga fyrir sjö ára son, Cyrus Dancy. Myndin var tekin í New York 16. maí.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=