Myndir mánaðarins, júní 2018

12 Myndir mánaðarins Darkest Hour Ekkert nema sigur! Aðalhlutverk: Gary Oldman, Lily James, Kristin Scott Thomas, Ben Mendelsohn, Stephen Dillane, Ronald Pickup, Nicholas Jones, Samuel West, Richard Lumsden og David Schofield Leikstjórn: Joe Wright Útgefandi: Síminn og Vodafone 125 mín Þá hernámu Bretar Ísland. 2. júní l Fyrir utan að Gary Oldman fékk stóru verðlaunin þrenn fyrir leik sinn í Darkest Hour hlaut hún einnig bæði Óskarinn og BAFTA- verðlaunin fyrir bestu förðun ársins, auk tilnefninga fyrir búninga, sviðsetningu, kvikmyndatöku og sem besta mynd ársins 2017. Winston Churchill var gerður að forsætisráðherra Bretlands 10. maí 1940, átta mánuðum eftir upphaf síðari heimsstyrj- aldarinnar, og átti eftir að takamargar af afdrifaríkustu og erf- iðustu ákvörðununum sem taka þurfti fyrir hönd þjóðarinnar. Winston Churchill var og er enn umdeildur maður og það var þvert á vilja fráfarandi forsætisráðherra Breta, Nevilles Chamberlain og Georgs sjötta konungs, að hann var skipaður forsætisráðherra til að lægja öldurnar í breska þinginu og koma í veg fyrir stjórnarslit. Þessi mynd Joes Wright ( Pride & Prejudice , Atonement , Anna Karen- ina ) gerist öll í maí 1940 og lýsir aðdraganda þess að Churchill var skipaður forsætisráðherra, svo og fyrstu dögum hans í embætti, en óhætt er að segja að hann hafi tekið við erfiðu búi. Þjóðverjar höfðu ráðist inn í Frakkland og áttu síðar í mánuðinumeftir að króa Banda- menn af í Dunkirk þar sem 400 þúsund hermenn horfðu fram á að verða stráfelldir tækist ekki að ferja þá yfir Ermarsundið í tíma. Myndin þykir frábærlega gerð og leikin og þess má geta að Gary Oldman notaði heilt ár í að undirbúa sig undir hlutverk Winstons Churchill og tileinka sér hina mörgu og sérstöku takta hans, bæði í framburði og í framkomu. Fyrir þá frábæru túlkun hlaut hann bæði Golden Globe-, BAFTA- og Óskarsverðlaunin í ár og er leikur hans einn og sér næg ástæða fyrir alla til að sjá þessa kraftmiklu mynd. Við gerð myndarinnar var lögð gríðarleg áhersla á að hanna sviðs- myndir sem væru sem nákvæmastar eftirmyndir af því umhverfi sem Churchill og samtímafólk hans lifði og hrærðist í árið 1940. Churchill var meistari í ræðuflutningi og áttu ræður hans, bæði þær sem hann flutti í þinginu og í útvarpi, stóran þátt í að telja kjark í bresku þjóðina í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Darkest Hour Kristin Scott Thomas leikur eiginkonu Winstons, Clementine, en þau gengu í hjónaband árið 1908 og eignuðust fimm börn. Veistu svarið? Winston Churchill varð tvívegis forsætisráðherra Breta, fyrst frá 10. maí 1940 til 26. júlí 1945 og síðan frá 26. október 1951 til 6. apríl 1955. Sama dag og hann varð fyrst forsætisráðherra, þ.e. 10. maí 1940, urðu einnig þáttaskil í íslenskri sögu. Hver voru þau? Sannsögulegt Punktar .................................................... HHH 1/2 - Entertainm.Weekly HHH 1/2 - NewYorkMagazine HHH 1/2 - NewYorkPost HHH 1/2 - Variety HHH 1/2 - IGN HHH - Empire HHH - N.Y. Times HHH - Los Angeles Times VOD

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=