Myndir mánaðarins, júní 2018

14 Myndir mánaðarins Hostiles Hver er óvinurinn? Aðalhlutverk: Christian Bale, Rosamund Pike, Wes Studi, Ben Foster, Stephen Lang, Rory Cochrane, Jesse Plemons, Timothée Chalamet og Jonathan Majors Leikstjórn: Scott Cooper Útgefandi: Sena 134 mín Ben Affleck og myndin var Gone Girl. 7. júní l Hostiles var tekin upp í réttri tímaröð en hið viðburðaríka ferðalag sem hópurinn leggur í er rúmlega þúsund kílómetra langt. l Scott Cooper skrifaði handritið sjálfur eftir söguhugmyndumDon- alds E. Stewart og voru öll aðalhlutverkin utan eitt skrifuð með þá leikara í huga sem leika þau. Eina hlutverkið sem ráðið var í eftir á var hlutverk Philippes sem Timothée Chalamet hreppti. Árið er 1892 og herdeildarforingjanum Joseph Blocker er fyrir- skipað að fylgja dauðvona indíánaforingja og fjölskyldu hans frá Berringer-virki í Nýju-Mexíkó til heimaslóða þeirra í Mont- ana. Þótt Joseph, sem hefur um margra ára skeið barist við bæði óvinveitta indíána og annan óþjóðalýð til verndar land- nemum, sé meinilla við að taka verkefnið að sér neyðist hann til þess enda kemur skipunin beint frá forseta Bandaríkjanna. Hostiles er þrumugóð spennumynd og vestri eftir leikstjórann Scott Cooper sem gerði m.a. myndirnar Black Mass , Out of the Furnace og Crazy Heart . Hinn frábæri leikari Christian Bale fer sem fyrr á kostum í sínu hlutverki en aðrir leikarar í myndinni hafa einn- ig hlotið toppdóma fyrir sína frammistöðu. Kvikmyndatakan þykir einstök, svo og öll umgjörðin, sviðsmyndir, búningar og förðun. Sagan í myndinni er síðan mun viðameiri og dýpri en hér hefur verið lýst og á framvindan fljótlega eftir að koma bæði persónum myndarinnar og áhorfendum í opna skjöldu ... Christian Bale leikur Joseph Blocker sem er meinilla við verkefnið sem hann fær en getur ekki óhlýðnast skipuninni sem kemur beint frá forsetanum á þessum tíma, Benjamin Harrison. Christian þykir frá- bær í hlutverki sínu eins og reyndar allir aðrir leikarar myndarinnar. Hostiles Spennumynd / Vestri Punktar .................................................... Veistu svarið? Rosamund Pike leikur hér ekkjuna Rosalie sem verður fljótlega örlagavaldur í sögunni og er þetta í annað sinn á fjórum árum sem Rosamund leikur aðalhlutverk ámóti leikara sem leikið hefur Batman. Hver er hinn og í hvað mynd léku þau saman? Joseph ásamt mönnunum fjórum sem hann velur til að koma með sér, Thomas, Philippe, Rudy og Henry en þeir eru leiknir af Rory Coch- rane, Timothée Chalamet, Jesse Plemons og Jonathan Majors. HHHHH - Entert. Weekly HHHH 1/2 - Los Angeles Times HHHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHHH 1/2 - ReelViews HHHH 1/2 - Rolling Stone HHHH - Hollywood Reporter HHHH - Total Film HHHH - Empire HHHH - N.Y. Times HHHH - Time Out HHHH - W.S. Journal HHHH - Wrap Wes Study leikur Cheyenne-indíánahöfðingjann Gula Hauk sem Joseph er falið að koma til sinna heima í Montana. VOD

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=